Fréttir vikunnar: Katrín ætlar að láta lífeyrssjóðina fjárfesta í grænum skuldabréfum vegna loftslagsmála

Fréttir vikunnar eru á dagskrá á föstudögum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill tryggja að lífeyrissjóðir leggi sitt af mörkum til loftslagsmála með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum. Þetta var meðal þess sem fram kom fram í ræðu Katrínar á þingi Norðurlandaráðs sem nú er haldin í Stokkhólmi. Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson ræddu við Gústaf Skúlason í fréttum vikunnar þar sem hann sagði meðal annars frá því helsta sem fram kom í ræðu Katrínar.

Í ræðu Katrínar sagði hún:

” Vestræn samfélög standa frammi fyrir grundvallarumbreytingu. Til að ná henni fram þarf að breyta efnahagslegum og samfélagslegum stjórntækjum. Það þarf að skapa hvata og breyta skattlagningu þannig að hún þjóni markmiðum í loftslagsmálum. Það þarf að tryggja að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Það þarf að vinna gegn sóun með þeim stjórntækjum sem við eigum og tryggja að hagkerfið ýti undir eðlilega hringrás“.

Þá vakti athygli að Katrín virðist sannfærð að lengra fæðingarorlof hafi jákvæð áhrif á loftslagið en hún sagði í ræðunni ” Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að lengja fæðingarorlof og auka þannig lífsgæði barnafólks mun vafalítið draga úr skutli bæjarenda á milli sem dregur úr losun og eykur dýrmætan samverutíma”.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila