Fréttaritari ABC sem afhjúpaði leynifund Bill Clinton við Loretta Lynch dómsmálaráðherra fannst látinn – sagt vera „sjálfsmorð“

Það er athyglisvert, hversu margir deyja ungir eftir að hafa rannsakað spillinguna í kringum Clinton hjónin og heldur listinn yfir lík í kjölfarið áfram að stækka. Á laugardagsmorgun fannst lík Emmy-verðlaunahafans Christoper Sign í íbúð sinni í Birmingham í Alabama og er verið að rannsaka andlát hans sem sjálfsvíg, að sögn lögreglustjóra Keith Czeskleba. Christopher Sign var 45 ára gamall. Hann starfaði sem blaðamaður hjá ABC og rannsakaði spillinguna í kringum tölvupóstahneyksli Hillary Clinton. M.a. þá hefur hann skrifað bókina „Secret on the Tarmac“ sem lýsir leynifundi Bill Clinton við Loretta Lynch dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skömmu áður en tilkynnt var að fría Hillary Clinton af öllum ákærum í sambandi við uppljóstranir á tölvupóstum hennar.

ABC lýsir Christopher Sign sem afar virtum og vönduðum starfsmanni

Eric Land, varaforseti og framkvæmdastjóri ABC lýsti yfir hryggð og samúð: „Við vottum ástríkri fjölskyldu og nánum vinum Christopher okkar dýpstu samúð. Við höfum misst virtan samstarfsmann, sem skilur eftir sig óafmáanlega áletrun sem að eilífu stendur fyrir velsæmi, heiðarleika og heilindi blaðamanna. Við getum aðeins vonað að við munum halda áfram arfleifð hans. Blessuð sé minning hans.“

Bók Christopher Sign „Leyndarmálið á flugvélastæðinu“ segir frá leynisamningum Bill Clinton við Loretta Lynchdómsmálaráðherra, skömmu fyrir sýknun Hillary Clintons. Amazon skrifar í lýsingu um bókina og rithöfundarins:

„Áætlunin var fullkomin. Engar myndavélar, engir hljóðnemar, engin hnýsin augu og nóg af öryggi. Umgjörðin um leynifundinn gæti ekki hafa verið betri. Fyrrum forseti Bill Clinton yfirgaf einkaflugvél Lorettu Lynch 20 mínútum eftir að hann fór um borð. Bæði héldu, að þau kæmust upp með það. Bæði höfðu rangt fyrir sér. Í samblandi forsetakapphlaups, ríkisrannsóknar tengdum tölvupósti og Benghazi og samfélagi í leit að ljósi í framtíð landsins, þá varð leynifundurinn á flugvélastæðinu aðeins til að flækja hlutina. Aldrei hefði veri greint frá leynifundinum nema fyrir tilstilli þessa gamalreynda blaðamanns og trausta heimildarmanns.“

Útkoma bókarinnar vakti mikla athygli á heimsvísu

Þegar sagan kom út vakti hún mikla athygli á alþjóðavettvangi, vegna þess að leynifundurinn átti sér stað á meðan á kosningunum stóð – og aðeins nokkrum dögum áður en James Comey, framkvæmdastjóri FBI, tilkynnti að FBI myndi ekki mæla með ákæru á hendur Hillary Clinton.

Sign skilur eftir sig konu og þrjá syni. Það verður sífellt einkennilegra hversu margir sem rannsaka Clintons deyja allt of ungir. Hér má skoða lista með 46 nöfnum þeirra, sem hafa dáið og með tengsl við Clinton hjónin. Nafn Christopher Sign er 47. nafnið á „dauðalistanum.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila