Fréttir af vopnasölu föður ríkislögreglustjórans á Íslandi ná til Svíþjóðar

Greinilega er mál um vopnasölu föður ríkislögreglustjórans á Íslandi það alvarlegt, að ýmsir fjölmiðlar segja frá því í Svíþjóð. Útvarpi Sögu er kunnugt um a.m.k. einn slíkan, Frjálsa Tíma, sem skrifar eftirfarandi frétt um málið:

„Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ekki með í hryðjuverkarannsókn vegna persónulegra tengsla, að því er Morgunblaðið greinir frá. Ástæðan er sú að rannsóknin varðar föður hennar.

Faðirinn, Guðjón Valdimarsson, er ásakaður fyrir að hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla, þar á meðal AR–15 árásarriffil.

Einn maður var sakfelldur á síðasta ári fyrir vörslu ólöglega vopnsins, sem hann sagðist hafa keypt af föður ríkislögreglustjórans. Faðirinn mun hafa fengið jafnvirði hundrað þúsunda sænskra króna fyrir vopnið.

Ekki er ljóst, hvort Sigríður Björk Guðjónsdóttir hafi tjáð sig vegna málsins.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila