Fréttir vikunnar: Tvísaga forseti í Landsréttarmáli, opnun landamæra og fjölmiðlar

Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur

Forsetinn og vandræðagangurinn vegna Landsréttarmálsins, opnun landamæra Íslands og fjölmiðlar sem þegja um mikilvæg atriði var meðal þess sem Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur ræddi um í fréttum vikunnar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Hallur ræddi meðal annars um frétt sem birtist í Fréttatímanum þar sem greint er frá því að Eliza Reid forsetafrú hafi í gegnum fyrirtæki sitt Dudo ehf fengið á annað hundrað milljónir í tekjur og ýmis konar styrki undanfarin fjögur ár

og þessu hafa hvorki RÚV né fjölmiðlar Vodafone greint frá, það ríkir þögnin“,segir Hallur.

Þá séu vandræði forseta í Landsréttarmálinu að koma æ betur í ljós

svo er forseti tvísaga, fyrst segir hann í viðtali að enginn hafi rætt þetta sérstaklega við hann og síðar segir hann að Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hafi rætt við hann um þetta, þetta sýnir bara í hverslags klessu pólitíkin er hér ” svo skrifar Guðni undir þegar pólitíkin er búin að segja honum að skrifa undir, en hann var samt með efasemdirnar, hann bara hlýddi pólitíkinni“.

Þá ræddi Hallur um hvort Ísland eigi einhverja hagsmuni sem krefjist þess að þurfa alltaf að fylgja hinum norðurlöndunum í einu og öllu þegar kemur að mikilvægum málum, en Hallur er á því að Ísland hafi ekkert til norðurlandanna að sækja

”  einu hagsmunirnir eru kokteilboðin sem pólitíkusar og embættismenn sækja í Skandinavíu“. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila