Heimsmálin: Aðalverkefni nýrrar ríkisstjórnar Bretlands verður að klára Brexit 

Sú ríkisstjórn sem tekur við í Bretlandi eftir kosningar þarf að klára Brexit ferlið hvort sem þeirri ríkisstjórn líkar það betur eða verr, enda mikill meirihluti almennings fylgjandi Brexit. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum fór Guðmundur ítarlega yfir kosningabaráttuna í Bretlandi og greindi frá því hvað segir í kosningaspám í Bretlandi.

Þá fjallaði Guðmundur um nýjustu fréttir úr Hvíta húsinu, meðal annars sagði Guðmundur frá nýrri skýrslu þar sem fram koma upplýsingar um stófelldar njósnir gagnvart Donald Trump forseta en í skýrslunni kemur fram að Demókratar, Barack Obama og stofnanirnar CIA og FBI séu flæktar í málið.

Hlusta má á afar fróðlegt viðtal Arnþrúðar við Guðmund í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila