Fréttir vikunnar: Kvótamálin, stjórnarkráin og Samherjamálið

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata

Úthlutun kvóta, stjórnarskráin og stóra Samherjamálið var meðal þess sem rætt var um þi þættinum fréttir vikunnar í dag en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata var þar gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Björn segir að stefna Pírata í sjávarútvegsmálum væri einföld, það væri uppboðsleiðin, núverandi kerfi væri ósanngjarnt og erfitt væri fyrir nýliða að komast inn í greinina.

Þá sagði Björn Leví í þættinum að mikilvægt væri að fá nýja stjórnarskrá og efla þannig til muna lýðræðið í landinu, þannig gæti þjóðin verið meiri þátttakandi beint í öllum mikilvægum málum sem hana varðar.

Björn segir að koma mætti í veg fyrir mál eins og Samherjamálið með auknu gegnsæi og ástæðan fyrir því væri afar einföld

ef þú setur upp glerveggi þá sérðu strax ef einhver er að svindla

Þá segir Björn að svör Kristjáns Þórs um að umdeildan Samherjamanna í Borgartúni með Namibíumönnum undarleg

hann sver að hafa ekki verið í tengslum við þá í langan tíma og svo segist hann hafa hitt þessa menn fyrir tilviljun, sú skýring er bara stjarnfræðileg“,segir Björn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila