Fréttir vikunnar: Kirkjan í klandri, hryðjuverkamálið og Úkraínustríðið

Í þessari fréttaviku voru glæpamálin ofarlega á blaði enda fer nú fram rannsókn Héraðssaksóknara á meintum undirbúningi hryðjuverkaárásar og hefur atburðarrásin í því máli verið afar reyfarakennd svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Þá voru málefni kirkjunnar til umfjöllunar sem og Úkraínustríðið svo eitthvað sé nefnt. Í þættinum Fréttir vikunnar í dag var Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar

Stimplun fræðasamfélagisins og lögreglunnar

Stimplun fræðasamfélagis og lögreglu við greiningu á málinu við upphaf þess hefur vakið talsverða athygli, enda voru þá engar forsendur frekar en nú fyrir þeim stimplum sem fræðasamfélagið reyndi að skreyta málið með og sögðu málið ýmist tengt hægri öfgum eða útlendingafóbíu og þótti mörgum nóg um.

Guðbjörn segir að ef saman eru bornir eru saman sá blaðamannafundur sem haldinn var í upphafi málsins og sá sem haldinn var í gær mætti ætla að verið væri að fjalla um tvö ótengd mál svo ólíkir hafi fundirnir verið.

„fundurinn í gær var góður að mínu mati en fyrri fundurinn var þannig að maður fékk bara hland fyrir hjartað og sem fyrrum löggæslumaður þá fóru ónot um mann, ég neita því ekki því þar var talað um brot gegn allsherjarreglu og hryðjuverkaárás en málið virðist ekki hafa verið eins stórt í gær, þarna er verið að prenta einhverjar byssur úr einhverju plasti og það sem ég þekki skotvopn sæmilega veit ég að það er stórhættulegt að skjóta af þessu, þetta er flest úr plasti, en það á auðvitað að taka þetta alvarlega, ég er alveg sammála því, svo er annað mál hvort það eigi að fara í fjölmiðla með það“

Kúnst að kunna að þegja um mál þegar það á við

Þá kom sú staðreynd að faðir ríkislögreglustjóra tengist málinu til tals í þættinum og benti Arnþrúður að það væri ákveðin kúnst að kunna að þegja yfir vitneskju sem byggi ekki á nægilega sterkum gögnum og benti Arnþrúður á að hún hefði undir höndum kærur gegn föður ríkislögreglustjóra sem hefði verið um árabil stundað vopnasölu á netinu. Arnþrúður greindi frá því að hún hafi vitað um byssusölu hans alveg frá árinu 2007.

„það er mikil kúnst að kunna að þegja í starfi sem lögreglumaður og líka inn á fjölmiðlunum og ég ætla að segja dæmi af því ég nefni fjölmiðla, núna kemur það upp eftir blaðamannafundinn í gær að hér er viðtæk rannsókn gagnvart þeim aðilum sem eiga gríðarlegt magn af byssum og eru með þær í sinni vörslu, einn af þeim er faðir ríkislögreglustjóra og er ég með fyrir framan þig Guðbjörn skýrslur, lögreglukærur og fullt af gögnum og ég er búin að vita um þessa byssusölu síðan árið 2007 en ég hef þurft að þegja yfir þessum upplýsingum af því að við höfum kannski ekki haldið á nægilegum sönnunum stimplum og öðru sem við hefðum þurft að sjá til þess að geta sagt frá þessu, þegar þetta kemur upp að þá varð ég ekki hissa“segir Arnþrúður.

Kirkjan í tilvistarkreppu

Þá komu málefni þjóðkirkjunnar til tals en eins og frægt er hefur Digraneskirkja logað stafnanna á milli vegna deilna og þá hefur séra Davíð Þór Jónsson meinað börnum aðgang að Laugarneskirkju á aðventunni.

Guðbjörn segir margt skrítið við málefni þjóðkirkjunnar.

„þetta er voðalega skrítið það er þetta mál og svo fá börnin ekki að heimsækja Laugarneskirkju um jólin því séra Davíð Þór meinar þeim það, kirkjan er komin í einhverja ægilega tilvistarkreppu, mér er virkilega annt um þjóðkirkjuna og er trúaður maður, ég hef lent í hremmingum og þá stóð kirkjan og minn prestur þétt við bakið á mér og presturinn hefur hringt í mig reglulega í þrjú ár til þess að ahuga hvernig ég hef það, mér finnst fólk sem segist vera trúlaust oft tala með einhverju hatri og óvild gegn kirkjunni sem er að vinna gríðarlega gott starf og ef fólk missir barn sitt eins og ég gerði þá stendur kirkjan þarna með allt sitt hjálparprógramm og hjálpar þér, það er talað um kirkjuna eins og hún sé bara til óþurftar og jafnvel skemma þjóðfélagið og látið eins og trú sé eitthvað hættuleg“

Guðbjörn segir lítið skilja í ákvörðun Davíðs Þórs og minnist kirkjuheimsókna á aðventunni með hlýju og segist eiga þaðan einungis góðar minningar.

„svo gerðum við í skólastofunni litla kirkju og ég á bara mjög góðar minningar, líka þegar ég gekk til prestsins þegar ég var að fermast og ég heyri oft hvort það sé ekki bara hægt að kenna siðfræði en það eru þessar sögur og dæmisögur í biblíunni sem eru svo mikilvægar“

Kynferðisbrot tengjast hvorki trú eða tónlist

Hann segir að að þegar upp koma mál eins og kynferðisbrotamál innan kirkjunnar þá notfæri andstæðingar kirkjunnar sér það gjarnan og tengja það við kirkjuna og trúna.

„það er að koma hér upp hræðilegt mál, kynferðisbrotamál sem varðar sinfóníuhljómsveitina en það tengist samt ekkert klassískri tónlist eða Mozart, kynferðisbrot eins manns tengist ekkert klassískri tónlist og kynferðisbrot prests tengist ekkert trúnni“segir Guðbjörn.

Guðbjörn segir að hið hræðilega kynferðisbrotamál sem kom upp hjá Sinfóníunni vera athyglisvert því þar hafi konur innan sinfóníunnar þagað um brotið sem þær vissu að hefði verið framið gegn ungum dreng af einum stjórnenda hljómsveitarinnar.

Hvað hefði gerst ef um væri að ræða stúlku sem hefði verið misnotuð af karli og karlar innan hljómsveitarinnar hefðu þagað um málið? ég get alveg sagt ykkur það að þá hefði allt orðið brjálað, það væri búið að grilla allt þetta fólk og höfuð fengið að fjúka“segir Guðbjörn.

Arnþrúður segir að það sé allt of lítið talað um kynferðisbrot gagnvart ungum drengjum í samfélaginu, þau mál liggi í þöginni sem sé hræðileg staða því þau brot séu að sjálfsögðu ekkert léttvægari en brot gagnvart ungum stúlkum.

„það eru málin sem eru falin segi ég, það er ekkert talað um þau mál og þau eru sannarlega til staðar, það er örlítið sagt frá brotum gegn stúlkunum en ekki drengjunum“segir Arnþrúður.

Ábyrgðin á stigmögnun stríðsins liggur hjá Pútín

Stríðið í Úkraínu bar einnig á góma og stigmögnun þess sem Guðbjörn segir að skrifist alfarið á Vladimir Putín

„því þeir hafa tækifæri til þess raunverulega að hverfa bara til baka og vinda ofan af þessu sjálfir og það er alveg eðlilegt að Úkraínumenn séu ekki að hörfa og það mun ekki gerast held ég og Vesturlönd munu styðja Úkraínu áfram í þessu, ég held að Pútín eigi eftir að bíta úr nálinni með þetta og honum verði að lokum steypt af stóli“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila