Fréttir vikunnar: RÚV var dreifingarmiðstöðin á gögnunum úr síma Páls skipstjóra

Páll Vilhjálmsson bloggari og blaðamaður.

RÚV var dreifingarmistöðin á þeim gögnum sem stolið var úr síma Páls Steingrímssonar skipstjóra sem á þeim tíma lá á sjúkrahúsi þar sem honum var vart hugað líf eftir að hafa verið byrluð ólyfjan. Þessum gögnum var svo dreift til blaðamanna Kjarnans og Stundarinnar sem unnu fréttir upp úr stolnu gögnunum, sem leitt hafi til þess að lokum að fjórir blaðamenn miðlanna hafa stöðu sakbornings, enda ljóst hvaðan og hvernig þeir fengu gögnin. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar blaðamanns, bloggara og kennara í þættinum Fréttir vikunnar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Páll bendir á að Páll skipstjóri hafi tekið eftir því þegar hann hafi vaknað á sjúkrahúsinu að átt hafi verið við símann og hafði því ekki kveikt á honum heldur komið honum beint til lögreglu sem hafi þá kannað málið og fengið meðal annars upplýsingar um staðsetningu símans og hvar hann hafi verið á þeim tíma sem hann hafi verið í þjófa höndum.

„þarna á þessum tíma vill svo til að Covid gekk yfir og í símanum var rakningarapp sem ekki einungis sýndi hvar síminn hefði verið heldur hvaða símar voru nálægt honum á sama tíma. Þannig vissi lögreglan hverjir höfðu haft símann undir höndum og hverjir tengdust málinu“ segir Páll. Þá segir Páll augljóst á því hvernig tímasetningar séu í málinu að blaðamennirnir sem fengu gögnin hafi vitað að Páll yrði óvígur í ákveðinn tíma og hafi nýtt sér þann tímaramma til að afrita gögnin.

Lögreglan hleraði blaðamennina

Þá segir Páll

„það er iðulega þegar menn eru að reyna að hylja yfir glæpinn þegar upp um þá kemst og lögreglan er með á sinni skrá og hefur meðal annars komið fram í þeim dómsmálum sem rekin hafa verið af hálfu rsk miðla til þess að tefja fyrir rannsókninni, það hefur komið fram að lögreglan hleraði þá og veit hver var verktakinn þeirra sem sá um að byrla fyrir Páli og stela símanum og koma honum í þeirra hendur og veit um verkskiptinguna þeirra og líka hvernig þeir þjösnuðust á veikri manneskju sem er bara mjög veik andlega og sáust ekki fyrir allt til að geta náð sér niður á Páli Steingrímssyni sem hafði það eitt sér til saka unnið að hafa gagnrýnt þá, hann spurði um rök og heimildir en það mátti ekki og þeir sem andmælti blaðamönnunum skyldu fá fyrir ferðina“

Mjög alvarlegt að þjóðarmiðilinn taki þátt í verknaði sem þessum

Páll segir málið einstakt í Íslandssögunni ef ekki heimssögunni og sér í lagi alvarlegt því þarna taki þjóðarmiðilinn beinan þátt í verknaðinum.

„það að ganga þetta langt að standa að byrlun og gagnaþjófnaði til að verja einhvern málsstað sem menn hafa tekið í fjölmiðlastefnu sinni er einstakt í Íslandssögunni og jafnvel heimssögunni og ef þú bætir við að þetta er þjóðarmiðilinn, þetta er ekki eins og þetta séu skæruliðaútgáfur úti í bæ sem segja má þó um Stundina og Kjarnann, þetta er RÚV.

og Páll heldur áfram

„ef við skoðum hvað hefur gerst í kjölfarið þá hættir Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri störfum hjá RÚV með mjög skömmum fyrirvara og undir mjög undarlegum kringumstæðum. Nú situr Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og reynir að breiða yfir málið, hann losaði sig við Rakel, hann losaði sig við Helga Seljan, það hefur ekki komið fram hvort Helgi sé sakborningur eða ekki en hann losaði sig við hann og hvernig stendur á því? þannig hlutirnir eru ekki allir komnir á yfirborðið“ segir Páll.

Þátturinn verður aðgengilegur hér í fréttinni innan skamms

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila