Fréttir vikunnar: Samherjamálið, spillingin og pólitík

Viðar Þorkelsson og Viðar Guðjohnsen

Samherjamálið, spillingin á Íslandi og stjórnmálin voru rædd í fréttum vikunnar í dag. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið afar líflegar enda voru þeir félagar Viðar Þorkelsson og Viðar Guðjohnsen gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í þættinum.

Þeir félagar ræddu meðal annars um Samherjamálið en skoðanir þeirra í málinu eru afar ólíkar. Viðar Guðjohnsen sagði meðal annars um íslenska fiskveiðikerfið að fólk skilji hreinlega ekki alla þá vinkla sem gilda um fiskveiðikerfið og hvernig það virkar í raun.

Viðar Þorkelsson benti á að fiskveiðikerfið hafi valdið byggðarlögum miklum vandræðum.

Hlusta má á þetta mjög skemmtilega og fróðlega viðtal í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila