Fréttir vikunnar: Arctic Circle, Loftslagsmálin og falsfréttir

Fréttir vikunnar eru á dagskrá á föstudögum

Arctic Circle sem fram fór í vikunni var afar vel heppnað og vakti athygli víða um heim,reyndar svo mjög að Bandaríkin sendu ráðherra orkumála til að taka þátt í viðburðinum.

Loftslagsmálin og falsfréttir og samtrygging fjölmiðla og spilltra stjórnmálamanna var meðal þess efnis sem rætt var í fréttum vikunnar í dag en í þættinum ræddi Hallur Hallsson helstu fréttir þessarar viku í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur og Pétur Gunnlaugsson.

Hallur benti á í þættinum að loftslagsmantran sem núna tröllríður heiminum sé sett fram til þess að elítan geti skattpínt almúgann

og fólkið sem tilheyrir þessari elítu þarf yfirleitt ekkert að borga neytt fyrir sína einkaneyslu, þetta fólk fær sjónvarpið frítt, bílinn frítt og svo framvegis, svo setur það loftslagsskatta á fólki sem kannski er með um 260.000 krónur í mánaðarlaun, það er alveg galið, þetta IPCC sem á að halda utan um þessa loftslagsskatta er svo lævíst, þetta fólk sem er í kringum þetta ætlar sér að vaða í peningum á meðan það ætlar að láta þessa skatta bitna á fátækustu löndum heims„,segir Hallur. 

Hlusta má á fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila