Fréttir vikunnar: Grái listinn, þjóðarsjóðurinn og fíkniefnamálin

Fréttir vikunnar eru á dagskrá á föstudögum

Í fréttum vikunnar var Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar og að vanda var farið yfir helstu fréttamál vikunnar. Grái listinn sem Ísland hefur verið sett á vegna fálegra viðbragða gegn peningaþvætti var meðal þeirra mála sem rædd voru.

Í þættinum kom fram að málið geti komið sér illa fyrir stærri fyrirtæki sem eiga í alþjóðlegum viðskiptum, því listinn getur valdið því að erfitt getur reynst að koma á viðskiptasamböndum. Þá var þjóðarsjóðurinn ræddur fram kom að um væri að ræða nokkurs konar blautan draum að ræða sem lengi hefur verið í hugmyndabanka Fjármálaráðuneytisins, og að sjóðurinn væri bæði óhagkvæmur, óþarfur, og betra væri að greiða niður skuldir þjóðarinnar í stað þess að sitja á því fé sem til er.

Mikil fíkniefnaneysla í landinu er áhyggjuefni og voru þau mál rædd í þættinum en fram kom meðal annars að þeir sem leita í meðferð vegna fíknar í eiturlyf af ýmsu tagi eru orðnir mun fleiri en þeir sem leita sér aðstoðar vegna áfengisvanda, það sé mikill viðsnúningur á örfáum árum því fyrir um tíu árum var sá hópur sem leitaði aðstoðar vegna áfengisvanda stærri en hópur fíkniefnaneytenda.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila