Fréttir vikunnar: Ástandið löngu komið úr böndunum í Svíþjóð

Fréttir vikunnar eru á dagskrá á föstudögum

Glæpir í Svíþjóð og linkind sænskra yfirvalda gagnvart íslömskum öfgamönnum, fíkniefnaváin á Íslandi var meðal þess sem fjallað var um í þættinum Fréttir vikunnar í dag en sænsk stjórnvöld hafa undanfarin ár sætt harðri gagnrýni fyrir að taka ekki á alvarlegum glæpum, sprengjuárásum, mansali, skotárásum og nauðgunum.

Í þættinum ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson við þá Gústaf Skúlason og Markús Þórhallsson, en Gústaf sem búsettur hefur verið í Stokkhólmi í áratugi lýsti ástandinu í Svíþjóð

” þeir slepptu úr fangelsi til dæmis nýlega sex stórhættulegum öfga íslamistum í nafmi mannúðar , íslamistum sem síðan fara að þjálfa hryðjuverkamenn sem fara svo yfir til Sýrlands, hvað með mannréttindi fólks til þess að ganga um götur Svíþjóðar án þess að þurfa að óttast svona öfgamenn”,segir Gústaf.

Þá var í þættinum einnig fjallað um fíkniefnavánna á íslandi og afleiðingar hennar en eins og fram kom á Útvarpi Sögu í vikunni greindi Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins frá því að Reykjavíkurborg útvegi langt leiddum fíklum lyf með ólögmætum hætti til þess að sprauta í æðar sínar.

Þá var einnig rætt um brottvísun þungaðrar albanskrar konu,  stefnu Ikea í Svíþjóð sem ákveðið hefur að hætta að nota orðið jól í verslunum sínum, og hugmyndir dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju .

Hlusta má á fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila