Fréttir vikunnar: Orkupakkinn, Brexit, Evrópusambandið og lokun Laugavegar

Haraldur Ólafsson og Gunnlaugur Ingvarsson

Samþykkt orkupakkans, Brexit og Evrópsambandið var meðal þess sem rætt var í þættinum í fréttum vikunnar í dag en gestir Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í þættinum voru þeir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og formaður heimssýnar og Gunnlaugur Ingvarsson formaður Frelsisflokksins.

Í þættinum kom fram að stutt væri í að Íslendingar færu að sjá hvaða afleiðingar samþykkt orkupakkans mun hafa á land og þjóð, þær afleiðingar eigi eftir að verða dýrkeyptar. Evrópusambandið gerir það meðvitað og markvisst erfitt fyrir breta að ganga úr Evrópusambandinu, enda hafi sambandið mikilla hagsmuna að gæta og því sé allt gert til að bregða fæti fyrir Bretland, öðrum ESB löndum til varnaðar ef þeim dytti í hug að fara sömu leið og bretar.

Einnig voru borgarmálin til umfjöllunar og fyrirhuguð lokun Laugavegar og kom fram að allt bendi til þess að gera eigi einkabílinn útlægann úr miðborginni þrátt fyrir að það sé ekki vilji almennings. Loftslagsmálin komu einnig til tals og sagði Haraldur sem er prófessor í veðurfræði segir að hann sæi hreint engan heimsendi vegna loftslagsmála í sínum kortun en viðurkenndi þó að hann hefði gaman að samsæriskenningunum um loftslagsmálin, alvarlegt væri þó hvað umræðan um loftslagsmálin væri komin út fyrir skynsemismörk.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila