Fríverslunarsamningur EES-EFTA ríkjanna og Bretlands – Helstu atriði samningsins birt

Eins og kunnugt er var fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bretlands undiritaður í vikunni. Utanríkisráðuneytið hefur nú birt helstu atriði samningsins á vef ráðuneytisins þar sem meðal annars kemur fram að samningurinn gerir það að verkum að viðskiptasamband landanna verði í meginatriðum eins og það var áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu.

Samningurinn gerir einnir ráð fyrir ákveðnum viðbótarkjörum, eins og tækifæri til aukins útflutnings á landbúnaðarvörum, meðal annars lambakjöti.

Sjá má ítarlega útlistun á vef ráðuneytisins með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila