Frumvörp lögð fram sem eigna að tryggja réttindi trans og intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þrjú frumvörp í ríkisstjórn en frumvörpunum er ætlað að bæta stöðu og tryggja réttindi intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.

Katrín segir að um mikilvægar réttarbætur fyrir þennan hóp sé að ræða

Hér er um mikilvægar réttarbætur að ræða fyrir þennan hóp fólks þar sem kynskráning þeirra er viðurkennd að fullu og jafnræðis gætt að lögum. Þær breytingar sem felast í frumvörpunum þremur koma til vegna laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi sumarið 2019. Með löggjöfinni skipaði Ísland sér í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila