Fuglunum fórnað þegar vindorkuverin breiða úr sér

Vindorkuverin farga hafsörnum í Noregi.

Þegar vindmyllunum fjölgar, þá drepast fleiri fuglar. Meðfylgjandi myndband frá Noregi hefur fengið útbreiðslu á félagsmiðlum en þar heldur kona á dauðum hafserni sem hafði fengið annan vænginn afhögginn af blöðum myllunar. Samkvæmt sænsku Náttúruverndarstofnuninni, þá drepur hver vindmyllan um 8 fugla á ári þannig að stórtæk bygging vindraforkuvera eins og er áætlað í Svíþjóð 4-5 þúsund vindmyllur gæti drepið allt að 36.500 fugla árlega. Í lok ársins 2019 voru 4 120 vindraforkuver í Svíþjóð og áætlað er að reisa um 4 000 ný vindraforkuver fram að 2040.

Torgeir Nygård hjá Náttúrurannsóknarstofnun Noregs hefur áhyggjur af fuglalífi Noregs eftir tilkomu vindorkuveranna.

Í Noregi eru gerðar tilraunir með svartmálaða mylluspaða til að minnka dráp á friðlýstum hafsörnum en stofn þeirra var í útrýmingarhættu áður en byrjað var að reisa vindmyllurnar. Árið 2019 drápust yfir 500 fuglar, þar af a.m.k. 100 hafsernir, í vindorkugarðinum í Smøla í Noregi. Torgeir Nygård hjá Náttúrurannsóknarstofnun Noregs, NINA, segir til Faktiskt.no að talan sé „í undirkantinum, við finnum aldrei alla þá fugla sem drepast.“

Þar sem hafsernir fjölga sér hægar en margar aðrar fuglategundir, þá fær fugladauði þeirra mun alvarlegri afleiðingar fyrir lífsafkomumöguleika en annarra stofna. Í Svíþjóð eru stórtækar áætlanir um byggingu vindorkugarða sem hefur verið mótmælt m.a. af hreindýrabændum eins og Útvarp Saga greindi áður frá.

Á myndbandinu hér að neðan, sem hefur fengið mikla útbreiðslu á félagsmiðlum, má sjá hvernig fer fyrir hafsörnum sem lenda í vindorkuverunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila