Fulltrúar Dominion mættu ekki á fyrirfram samþykktan fund með lögfræðingum í Pennsylvania

John Poulos forstjóri Dominion Voting Systems á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir

Að sögn The Epoch Times þá höfðu Fulltrúar fyrirtækisins Dominio Voting Systems samþykkt að mæta á fundi með lögfræðingum í Pennsylvaniu fylkis en afboðuðu þáttöku sína á síðustu stund. „Meðlimir ríkisnefndarinnar höfðu eftirvæntingar fyrir fundinn um að hægt væri að fá opinber svör í gegnsæjum og heiðarlegum umræðum við öllum þeim fjölda ásakana sem komið hafa fram gegn Dominion vegna kosningavéla þeirra. Ég var spenntur fyrir – að því er virtist vera vilji Dominion Voting Systems að mæta ásökununum og það myndi róa þá 1,3 milljónir íbúa Pennsylvaniu sem notuðu kosningavélar þeirra, þ.á.m. ég sjálfur,“ sagði Seth Grove fulltrúi Pennsylvaniu og formaður Eftirlitsnefndar fylkisstjórnarinnar á blaðamannafundi.

Hegðun Dominion eykur vantrú á fyrirtækinun

Fjórtán sveitarfélög í Pennsylvaniu nota Dominion kosningarvélar og um 1,3 milljónir manns eða 19% kjósenda kusu í þessum sveitarfélögum. Grove sagði “Í staðinn fyrir að ganga að birtu heiðarleika og staðfestu, þá bökkuðu fulltrúar Dominion Voting Systems til myrkursins. Af hverju? Hvers vegna ætti framleiðandi opinberra tækja að óttast að ræða vörur sínar sem seldar eru til opinberra aðila til notkunar í þjónustu almennings á sem bestan hátt? Ef afurðir Dominio væru svo góðar og virkar eins og til er ætlast, af hverju tekur Domino ekki tækifærið til að skýra árangur sinn opinberlega? Hversu erfitt er að segja ´atkvæðatalningarvélar okkar unnu nákvæmlega eins og ætlast var til og þær eru 100% nákvæmar´? Í staðinn mun ákvörðun Domino að hætta við fundinn auka gildi ásakananna gegn Dominon.“

Ekki útilokað að yfirvöld Pennsylvaniu kæri Dominion

Dominion fékk tækifærið „að sýna hverjir þeir eru, hvaða þjónustu og vörur þeir seldu okkur og hvernig vélarnar voru notaðar og hefðu þannig unnið það traust sem kjósendur sækjast eftir.“ Hægt hefði verið að spyrja spurninga um hvort Dominion hefði verið með í birtingu kosningatalna, hvort að kosningvélar þeirra nota opinn hugbúnað og þá hver stjórnar hugbúnaðinum. Grove sagði að ákærur kæmu til greina.

Dominion neitar á heimasíðu fyrirtækisins öllum ásökunum um að fyrirtækið hafi eytt milljónum atkvæða sem tilheyrðu Trump. Fyrirtækið segist vera óhóð stjórnmálaflokkum, þrátt fyrir að hafa viðurkennt samband við Clinton Global Initiative og fyrrum starfsmann Nancy Pelosi forseta fulltrúardeildarinnar. Baráttuteymi Trump segir að kosningakerfi Dominion sé ekki treystandi og hefur kært niðurstöðu kosninganna í Pennsylvaniu. Skv. útkomu kosninganna fékk Joe Biden rúmlega 81 þúsund fleiri atkvæði en Trump. Sveitarfélögin hafa tíma fram á mánudag 23. nóvember til að staðfesta úrslitin.

Trump hefur opinberlega ásakað Dominion um víðtækasta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila