Fulltrúi Rússlands: „Finnland og Svíþjóð verða skotmark okkar“

Dmitry Polyansky, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum segir í nýju viðtali, að skyndileg breytt afstaða norrænu grannanna um að ganga með í herblokk óvinarins munu gera bæði Finnland og Svíþjóð að skotmörkum Rússlands. (Mynd sksks Youtube).

„Ef Svíþjóð og Finnland ganga með í NATO verða löndin fjandsamleg skotmörk fyrir árásir Rússa.“ Þetta segir Dmitry Polyansky, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í viðtali við Unherd News. (Sjá myndband með viðtalinu neðar á síðunni).

Aðild Svíþjóðar og Finnlands að NATO mun leiða til mótvægisaðgerða af hálfu Rússlands, að sögn Dmitry Polyansky:

„Ef hersveitir NATO verða staðsettar í löndunum, þá verða þau skotmörk – eða hugsanleg skotmörk – fyrir árásir.“

Dmitry Polyansky, heldur áfram:

„NATO er mjög fjandsamleg blokk í okkar augum. NATO er óvinur og NATO viðurkennir sjálft, að Rússland sé óvinur. Þetta þýðir að Finnland og Svíþjóð verða skyndilega hluti af óvininum í stað þess að vera hlutlaus lönd og þurfa því að taka áhættuna sem því fylgir.“

Það er hins vegar undir Svíþjóð og Finnlandi komið að ákveða, hvað þau muni gera, að sögn Dmitry Polyansky.

„Þau hafa venjulega verið góðir nágrannar okkur í áratugi. Ef þau kjósa skyndilega að verða hluti af mjög fjandsamlegri blokk, þá er það undir þeim komið“ segir hann við Unherd News.

Deila