Íslenskir stjórnmálamenn leika sér að eldinum með auðlindir þjóðarinnar

Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur

Utanríkisstefna Íslands er hættuleg þjóðinni og íslenskir stjórnmálamenn eru að leika sér að eldinum með auðlindir þjóðarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar blaðamanns og sagnfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hallur bendir á að stjórnmálamennirnir séu margir hverjir mjög hlynntir Evrópusambandinu þó þjóðin sé það ekki og þeir reyni að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að Evrópuvæða landið

nú er Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra að skrifa einhverja skýrsluna, og sannaðu til að niðurstaðan verður að leggja til einhvers konar kalmarssamband, þar sem Grænland verður á blaði líka, það er þetta sem verið er að plotta, við eigum að leyfa Evrópu bara að malla í sínum drullupolli, með sína rússafóbíu og sín endalausu vandamál, flóttamannastrauminn, við eigum að velja það að vera fullvalda þjóð sem ræður yfir eigin auðlindum“,segir Hallur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila