Fv. dómsmálaráðherra Danmerkur hlær að „uppgötvun“ forsætisráðherra Svíþjóðar um sambandið á milli fjölda innflytjenda og glæpamennsku

Í viðtali við sænska Expressen hlær Sören Pape Poulsen formaður Íhaldsflokksins og fv. dómsmálaráðherra Danmerkur að nýlegri „uppgötvun“ Stefan Löfvens forsætisráðherra Svíþjóðar sem sagði í viðtali við sænska sjónvarpið „að þegar fólksinnflutningurinn er af þeirri stærðargráðu að ekki verður lengur við ráðið með aðlögun að samfélaginu, þá fáum við þjóðfélagslega spennu í samfélaginu sem er ekki gott.“

Mikið hefur verið rætt um „sinnaskipti“ forsætisráðherra Svíþjóðar þegar hann nauðbeygður játaði opinberlega að samband væri á milli óhóflegs fólksinnflutnings og glæpaverka. Geta sumir fréttamiðlar ekki dulið hrifningu sína „yfir þessum stórmerkilegu tíðindum“ á meðan aðrir raunsærri telja að þrýstingur almennings sé nú orðinn það mikill vegna allra morða og annarra glæpa í Svíþjóð að Stefan Löfven neyðist til að sýna lit. Fylgið hrynur af sósíaldemókrötum eftir að hafa farið upp á við í byrjun kórónufaraldursins.

Danmörk mun aldrei verða eins og Svíþjóð

Sören Pape segir samband innflytjenda og glæpa vera augljósa: „Já ég brosi nú aðeins. Við höfum ekki haft þessa umræðu í Danmörku. Að sjálfsögðu er samband þarna á milli. Þetta má sjá í íbúðarhverfum þar sem glæpamennskan þrífst. Það er vandamál sem hefur með innflytjendur að gera. Það þarf ekki einu sinni að ræða það, það er svo augljóst mál. Við í Danmörku eigum svolítið erfitt með að skilja að ekki skuli vera rætt beint um hlutina í stað þess að viðurkenna bara að samband sé á milli þeirra.

Það versta sem hægt er að segja í dönsku innflytjendaumræðunni er að við skulum aldrei lenda í sama ástandi og Svíar. Þetta er ekki sagt til að sýna lítilsvirðingu heldur vegna þess að þannig má Danmörk aldrei verða. Svo að sjálfsögðu er samband á milli hlutanna.“

Sören Pape segir að það sem hafi bitið mest gegn glæpamennskunni í Danmörku er að Danir tóku upp kerfi sem tvöfaldar refsingu gegn ofbeldisglæpum og einnig að innflytjendum er vísað úr landi fremji þeir grófa glæpi. Lágmarksrefsing fyrir að bera vopn er tveggja ára fangelsi í Danmörku sem síðan tvöfaldast. Segir Sören Pape þetta haldi glæpamönnum frá götunum og gerir þær tryggari fyrir almenning og jafnframt hræðast innfluttir glæpamenn að þeim verði vísað burt úr landinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila