Fv. lögreglustjóri Washington: „Okkur var margsinnis neitað að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins“

Steven Sund frávarandi lögreglustjóri Washingtonborgar segir öryggisdeild þingsins margsinnis hafa neitað sér um að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins

The Hill greinir frá því að Steven Sund fráfarandi lögreglustjóri Washington hafi margsinnis beðið yfirmenn öryggismála beggja deilda þingsins um leyfi til að óska eftir aðstoð þjóðvarðarliðsins til að vera í viðbragðsstöðu ef eitthvað færi úrskeiðis við þinghúsið þann 6. janúar. Sund sagði af sér sem lögreglustjóri Washingtonborgar m..a. eftir kröfu Nancy Pelosi forseta fulltrúardeildarinnar eftir atburðina við þinghúsið 6. janúar. Sund ásakar yfirmenn öryggismála þingsins Paul Irving hjá fulltrúardeildinni og Michael Stenger hjá öldungardeildinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að þjóðvarðliðið væri haft tiltækt til snöggra viðbragða færi eitthvað úrskeiðis eins og gerðist:

„Við vissum að þetta gæti orði meira“ sagði Sund við Washington Post. „Við tókum tillit til upplýsinga leyniþjónustannar. Við vissum að það yrði fjölmennt á staðnum og að ástandið gæti farið úr böndunum og brotist út í ofbeldi.“ Segir fv. lögreglustjóri Washington borgar að hann hafi ekki minna en sex sinnum beðið um leyfi að kalla til aðstoðar þjóðvarðliðsins sem ætíð var hafnað. Lögreglustjórinn er sannfærður um að hefði hann fengið að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir innrásina á þingið.

Þjóðvarðliðið kom því um seinan á vettfang og ekki fyrr en klukkan 17.40 en þá höfðu þegar fjórir misst lífið af samtals fimm í átökunum. Þegar Washington Post hafði samband við Michael Stenger þá vildi hann ekki ræða málið en bæði hann og Paul Irving sögðu upp störfum sínum eftir 6. janúar.

Jonathan Hoffman fulltrúi Pentagon sagði í síðustu viku að mat lögreglunnar í Washington hafi verið að þeir hefðu stjórn á málunum „og báðu því ekki um aðstoð.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila