Fylkisstjóri Flórída leggur bann við kröfum um vegabréf bólusettra

Ron DeSantis fylkisstjóri Flórída segir það „fordæmalausa valdaútþenslu“ ef sveitarfélögum og fyrirtækjum verði leyft að krefjast „bólusetningarvegabréfa“ af fólki til að fá aðgang að venjulegri þjónustu.

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði á mánudag að hann myndi fyrirskipa bann við kröfum sveitarstjórna og fyrirtækja á framvísun s.k. „bólusetningarvegabréfa“ sem sönnun um að viðkomandi hafi verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Sagði ríkisstjórinn að viðbótarskref kæmu í framhaldinu um hömlur á fyrirtæki, sem neituðu að veita því fólki þjónustu, sem ekki gæti sannað, að það hefði verið bólusett.

„Það er með öllu óásættanlegt að stjórnvöld eða einkageirinn leggi á þig þá kröfu, að þú hafir sannanir fyrir því að hafa verið bólusettur til þess að koma til greina að vera þáttakandi í venjulegu samfélagi,“ sagði ríkisstjórinn.

Á blaðamannafundi DeSantis voru forsetar beggja þingdeilda Flórídaþings viðstaddir, Chris Sprowls frá fulltrúardeildinni og Wilton Simpson frá öldungardeildinni, og lýstu þeir báðir yfir fullum stuðningi við hugmyndir fylkisstjórans. DeSantis hefur hafnað þvingandi skyldum að þurfa að bera grímur og hefur beitt framkvæmdavaldinu til að hindra að sveitarstjórnir setji slíkar reglur. Er það liður í enduropnun efnahagslífs fylkisins á nýjan leik eftir að stórum hluta þess var lokað fyrir ári síðan vegna farsóttarinnar.

Flórída lækkaði lágmarksaldur bólusetningar í 40 ár nýlega og þann 5. apríl nær bólusetning til allra 18 ára og eldri, tilkynnti DeSantis í síðustu viku. 2,52 milljónir manna hafa fengið fyrsta skammtinn af annað hvort Pfizer, Moderna eða Johnson & Johnson. Og 3,07 milljónir manna hafa fengið fulla bólusetningu. 2.044.005 hafa smitast af covid-19 í Flórída og 33.819 dáið úr sjúkdómnum.

DeSantis sagði það að leyfa stjórnvöldum og fyrirtækjum að krefjast sönnunar á bólusetningum væri „fordæmalaus útþensla“ valds til opinberra aðila og einkaaðila. Fylkisstjórinn sagði mislinga vera „erfiðari“ sjúkdóm en covid-19 en foreldrar þurfa að staðfesta í skólum að börn þeirra hafi verið bólusett gegn mislingum og öðrum skaðlegum sjúkdómum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila