Fylkisstjóri Texas fleygir bólusetningarkröfu Bidens í ruslafötuna þar sem hún á heima

Greg Abbott fylkisstjóri Texas lætur ekki bjóða fylkinu hvað sem er. Hann hefur fyrirskipað bann við kröfum um þvingandi bólusetningar og að sýna þurfi bólupassa í fylkingu. Þar með fleygir hann aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar beint í ruslafötuna, þar sem hún á heima. (Sksk Youtube, samsett mynd).

Greg Abbott fylkisstjóri Texas fylki í Bandaríkjunum stöðvaði á mánudaginn allar kröfur um bólusetningu á starfsmönnum opinberra fyrirtækja og einkafyrirtækja. Eftir að hafa fengið bréf frá ríkisstjórn Bidens um skyldubólusetningu, mat fylkisstjórinn að um „einelti“ ríkisstjórnarinnar væri að ræða og Texas fylki bæri engum skyldum að fylgja slíkum boðum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fyrirskipaði fyrirtækjum í landinu að að skipa starfsmönnum sínum að láta bólusetja sig gegn covid-19 eða reka þá að öðrum kosti. Eftir fyrirskipun Bandaríkjaforseta hafa tugir þúsunda Bandaríkjamanna verið reknir frá störfum.

Greg Abbott segir aðgerðir forsetans gjörsamlega skauta fram hjá markinu og leggi mörg fyrirtæki í einelti til að þvinga þau til hlýðni. Það hefur síðan áhrif á og truflar starfsemi fyrirtækjanna og segir Abbott ástandið einungis leiða til þess, að fylkið fái erfiðara um vik en ella til að ná sér eftir faraldurinn.

Í fyrirskipun fylkisstjórans segir, að enginn aðili í Texas geti krafist bólusetningarskilríkja af neinum einstaklingi, hvorki starfsmönnum eða viðskiptavinum.

Bæði Facebook og Googles og móðurfyrirtæki Googles, Alphabet þvinga starfsmenn sína til hlýðni að láta bólusetja sig. Fyrirtækin hafa marga starfsmenn í Texas.

Deila