Fyrir helgi sprengt í fjölbýlishúsi, í morgun skotið á strætisvagn – seinnipart dags sýruárás á sjúkraflutningafólk

„Svíþjóð er dásamlegt” er slagorðið sem notað er til að selja ímynd Svíþjóðar til erlendra ferðamanna og þeirra sem flytja til landsins. En eftir alla skotbardaga og sprengjuárásir er lítið eftir af því slagorði nema „S er dá” restin af bókstöfunum eru skotnir í kaf og sprengdir burtu. Fréttaritari lýsti því í Heimsmálum dagsins í viðtali við Pétur Gunnlaugsson að „manni verður flökurt við að opna sænska fjölmiðla um ástandið í Svíþjóð” vegna allra daglegra frétta um vopnaðar árásir. Og víst er að bursta verður tennurnar hressilega fyrir jólin svo hangikjötinu verði ekki skilað öfugu undir borðið í ár.

Árás á bláljósastarfsfólk er árás á þjóðélagið

Við útkall í dag var sjúkrabíll sem var að sækja sjúkling í Södertälje lokaður inni þegar bóma sem sem búið var að opna var lokað. Þegar starfsmenn opnuðu bómuna aftur fengu þeir brunasár á hendur vegna sýru á bómunni. „Þetta er tvímælalaust árás, að hluta til á sjúkraflutningamenn en einnig skýr afmörkun frá hliðarsamfélaginu. Þetta er árás á lýðræðið” segir formaður sjúkraflutningamanna í Svíþjóð Henrik Johansson í viðtali við Expressen. Starfsmennirnir þurftu að fara í læknismeðferð vegna brunaskaða á höndum að sögn félags sjúkraflutningammann. Lögreglan kom á vettvang en fann enga sýru en atvikið var skilgreint sem skemmdarverk og ofbeldi gegn bláljósastarfsfólki.

Fara á staði sem lögreglan fer ekki einsömul á

Formaður félags sjúkraflutningamanna Henrik Johansson segir að árásir og hótanir gegn sjúkraflutningamönnum verði sífelt fleiri. „Við erum á svæðum þar sem mikið er af vopnum og lögreglan fer ekki inn nema a.m.k. 3-4 einingar samtímis. Við förum í veður og vind enn þá sem er gríðarlega óhuggulegur hversdagsleiki.” Sjúkraflutningamenn vilja að hættuleg svæði verði merkt sérstaklega og að lögreglan fylgi sjálfkrafa í heimsóknir í slík hverfi. Að auki vilja sjúkraflutningamenn að nöfnum og persónunúmerum þeirra verði haldið leyndum. Núna getur hver sem er séð í skýrslum nöfn þeirra sem hafa aðstoðað á vettfangi t.d. við skotárásir. „Við erum elt og okkur hótað á kerfisbundinn hátt. Margir sjúkraflutningsmenn verða að halda heimilsföngum sínum leyndum. Hótanirnar koma oft þegar farið er í útkall þar sem einhver hefur særst af skotum eða hnífum og þá fáum við að heyra að þú þegir um þetta annars fer illa fyrir þér.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila