Fyrirhuguð valdataka WHO yfir heilbrigðismálum ríkja fór út um þúfur í bili vegna andstöðu við málið

Það voru ekki allir á 75.heimsþingi WHO sáttir við fyrirætlanir stofnunarinnar um að taka yfir völd heilbrigðismála aðildarlanda og varð hörð andstaða fulltrúa Afríku til þess að valdatökunni var frestað að minnsta kosti til haustins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Fyrirhugðuð valdataka WHO hefur vakið talsverða athygli en hefur ekki náð mikilli umfjöllun meginstraumsmiðla hérlendis. Málið er mjög umdeilt enda varðar það fullveldi þeirra landa sem í hlut eiga en vísbendingar um ósamstöðu ríkja í málinu mátti lesa úr svörum íslenskra yfirvalda þegar Útvarp Saga spurðist fyrir um málið fyrr í þessum mánuði en í svari Heilbrigðisráðuneytisins kom fram að engar ákvarðanir varðandi Ísland yrðu teknar á fundinum. Því furðuðu sig margir lesendur á því hvers vegna Ísland væri yfirleitt að taka þátt í fundinum.

Það má því velta fyrir sér hvort íslenskir embættismenn hafi vitað fyrirfram að málið næði ekki í gegn og því vitað að engar ákvarðanir yrðu teknar í þessum efnum á fundinum. Þá gæti einn möguleikinn í stöðunni verið að Ísland sé eitt þeirra landa sem er andvígt fyrirhugaðri valdatöku WHO. Það verður þó að teljast frekar ólíklegt í ljósi þess að málið hefur ekki verið rætt á þingi og því hafa þingmenn ekki geta tjáð afstöðu sína til þess í ræðustól þingsins.

Gústaf segir stöðuna í málinu vera mikinn ósigur fyrir ríkisstjórn Joe Biden forseta Bandaríkjanna sem hafi komið með 13 breytingartillögur í málinu, meðal annars þá tillögu að WHO fengi þau gríðarlegu völd yfir heilbrigðiskerfum landa heims og þá sé málið líka mikill ósigur fyrir WHO.

Ein tillagan sem einnig átti að taka fyrir á fundinum var að taka upp stafræna bóluefnapassa fyrir alla jarðarbúa en Gústaf segir að enn hafi ekki frést af því hvort sú tillaga hafi verið samþykkt.

„þeir voru reyndar fyrir fundinn komnir svo langt með málið að þeir voru farnir að auglýsa hverir samstarfsaðilar sínir væru en það er fyrirtækið T-Systems sem er Þýskt fyrirtæki, það fyrirtæki átti að framleiða og annast þetta bóluefnapassakerfi“segir Gústaf.

Gústaf Skúlason hefur tekið saman frétt um feril málsins innan WHO og greiningu á fundinum sem fram fór en þar segir meðal annars að það sem fulltrúar Afríku hafi verið ósáttir við eru tillögur Joe Biden í málinu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila