Vel hægt að bjarga störfum og verðmætum með því að halda rekstri gangandi þó kennitala fyrirtækis verði ónýt

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri.

Það væri vel hægt að bjarga störfum almennings og verðmætum fyrirtækja með því að gefa fyrirtækjum greiðslufresti á meðan fyrirtæki í vandræðum endurskipuleggi reksturinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Önundarsonar viðskiptafræðings og fyrrverandi bankastjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Ragnar segir að allt sem þurfi sé skilningur lánadrottna og birgja á stöðu viðkomandi fyrirtækis og traust þeirra á því að betra yrði að gefa greiðslufresti heldur en setja fyrirtæki í þrot með tilheyrandi tapi á störfum, þekkingu og verðmætum, það megi gera með einföldum hætti

verðmætin sem á að reyna að verja eru sett í dótturfélag og þá eru engin verðmæti tekin frá hluthöfunum, þá er það venjulega bankinn sem lánar hlutafé í nýja dótturfélagið og tekur um leið veð í því og valdar þannig stöðuna í félaginu, þegar því er lokið þá taka kröfuhafarnir eftir þvó og eru þá mun tilbúnari til þess að samþykkja nauðasamninga„,segir Ragnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila