Fyrirvarar í orkupakkamálinu myndu líklega ekki halda

Birgir Þórarinsson.

Lagalegir fyrirvarar í orkupakkamálinu myndu tæplega halda ef málið færi fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Birgir bendir á að menn ættu að líta á önnur sambærileg mál ” eins og kjötmálið, þar voru settir fyrirvarar án samþykkis sameiginlegu EES nefndarinnar og þeir héldu ekki og norðmenn sem eru þungamiðjan í þessu ferli hafa sagt að þeir myndu ekki halda, svo ég sé ekki betur en að við séum að feta sömu braut með þetta mál, því miður“,segir Birgir.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila