Fyrrverandi pólskur ráðherra á Twitter eftir sprengingu Nord Stream: „Takk fyrir USA“

Radek Sikorski, fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands, þakkar Bandaríkjunum eftir árásina á Nord Stream gasleiðslurnar í Eystrasalti. Hann tístir:

„Þakka ykkur fyrir USA“ og birtir mynd af gaslekanum. „Skemmdir á Nordstream takmarka svigrúm Pútíns. Ef hann vill hefja gasflutning til Evrópu á ný, þá verður hann að ræða við löndin sem stjórna Bræðralaginu og Yamal gasleiðslunum.“

„Úkraína og Pólland. Gott starf“ og „Eins og við segjum á pólsku, lítill hlutur, en svo mikil gleði.“

Einnig hefur Radek endurtíst myndbandi, þegar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í febrúar, að Bandaríkin myndu stöðva Nord Stream 2, ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Margir túlka undarlega færslu Radek Sikorski sem að hann sé að þakka Bandaríkjunum fyrir árásina. Sumir velta því fyrir sér, hvort reikningurinn hans hafi hakkaður af tölvuþrjótum. Færslan hefur vakið athygli þýskra fjölmiðla. Maciej Wąsik, aðstoðaryfirmaður innanríkisráðuneytisins segir:

„Verið viss. Við eigum eftir að sjá þessari færslu dreift í öllum rússneskum fjölmiðlum. Ég efast ekki um höfundinn.“

„Bandaríkin hafa lýst yfir stríði á hendur Evrópu“

Radek Sikorski er kvæntur nýíhaldsömu Anne Applebaum. Ár 2018 tók hún saman skýrslu um „upplýsingaáhrif sænsku kosninganna“ fyrir Almannavarnir Svíþjóðar, MSB. Nokkrum mánuðum áður en Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna árið 2016 skrifaði hún í Washington Post: „Er þetta endir vesturlanda eins og við þekkjum þau?“ grein sem Carl Bildt deildi á Twitter.

Hinn þekkti úkraínski stríðskappi Gonzalo Lira heldur því fram á Youtube, að það séu án efa Bandaríkin sem standi á bak við árásina. Aðeins Úkraína og Bandaríkin hafa hvatann og aðeins Bandaríkin hafa getuna til að framkvæma slíka árás. Hann fullyrðir að:

„Bandaríkin hafa lýst yfir stríði á hendur Evrópu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila