Fyrsti kappræðufundur Donald Trump og Joe Biden var í nótt að íslenskum tíma

Tilkynning breska Express á kappræðufundum frambjóðenda Repúblikana og Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Í nótt að ísl. tíma mættust Donald Trump og Joe Biden, 7. október mætast Mike Pence og Kamala Harris og svo mætast forsetaefnin Trump og Biden tvívegis, 15. október og 22. október. Forsetakosningarnar eru 3. nóvember.

Í nótt mættust höfuðpersónurnar í bandarísku forsetakosningunum í ár. Biðu margir spenntir eftir kappræðufundinum sem margir töldu að gæti haft úrslitaáhrif á útkomu forsetakosninganna 3. nóvember n.k. Milljónir fylgdust með kappræðunum og ná margir fjölmiðlar ekki upp í nef sér yfir því á hvers konar „lágu plani“ umræðurnar voru.

Allir sem fylgdust með umræðunum heyrðu og sáu hvernig Joe Biden kallaði Bandaríkja forseta fyrir trúð, skipaði honum að halda sér saman, þegar Trump benti á glæpamennsku sonar Biden sem Biden svór af sér og sagði einstakt prúðmenni. Trump sagði við Biden að nota ekki orðið „smartur“ um sjálfan sig og sagði „Ég hef komið meiru til leiðar á 47 mánuðum en þér tókst á 47 árum.“

Trump átti í vök að verjast að koma málefnalegri umræðu að

Umræðustjórinn Chris Wallace frá Fox News gat varla valdið hlutverkinu að hafa stjórn á umræðunum og flugu skeytin þvert á milli frambjóðendanna „framhjá“ stjórnandanum sem varð að hafa sig allan frammi til að stöðva frambjóðendurna og breyta um umræðuefni. Sundrungin og hitinn í umræðunum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Joe Biden fv. varaforseta endurspeglar þá sundrungu sem ríkir í stjórnmálunum í Bandaríkjunum og Demókratar ala á m.a. í fylkjum og borgum undir stjórn Demókrata. Þannig lýsti Trump því að Demókratar neiti að opna lokaðar borgir vegna Covid fyrir kosningarnar og að þeir haldi fólki meira eða minna í fangelsi á sínum svæðum og nefndi New York sem sérlega slæmt dæmi og spurði hvort borgin næði sér nokkurn tímann aftur.

Segir Trump Demókrata hafa gert baráttuna gegn kínaveirunni að pólitísku máli og lýsti prýðilega hvernig hann hefði stutt marga góða Demókrata í fylgisstjórnum og bæjarstjórnum sem ekki vildu fylgja þeirri línu. Hann gekk einnig hart að fullyrðingu Biden um „friðsöm mótmæli“ og spurningu fundarstjórans um hvort „Trump vildi nú ekki hér og nú lýsa yfir hættunni sem stafaða af öfgahægri öflum í Bandaríkjunum.“ Trump svaraði því að hann væri á móti öllum skrílslátum hvort svo sem þau kæmu frá hægri eða vinstri en hann sæi óeirðirnar koma meira frá vinstri en hægri og skrílslátin, skemmdarverkin og morð væru verk öfgavinstrihópa eins og Antifa og það væri rangt að kalla þetta „friðsöm mótmæli.“ Joe Biden hló að þessum ábendingum forsetans og í stað þess að svara, þá leit hann beint í sjónvarpsvélina og fór með fyrirfram æfða frasa fyrir áhorfendur.

Joe Biden tókst að halda sér vakandi og sleppa án hneykslis frá þættinum

Margir stuðningsmenn Demókrata hafa eflaust andað léttar eftir fundinn því Joe Biden tókst, þrátt fyrir að drafla nokkrum sinnum, að komast frá þættinum án verulegs hneykslis sem margir höfðu spáð. Miðað við það verður honum trúlega lýst sem stórsigurvegara af Demókrötum sem aldrei hafa í verki viðurkennt lýðræðislega niðurstöðu síðustu forsetakosninga þegar Bandaríkjamenn höfnuðu Hillary Clinton. Trump lýsti því á greinargóðan hátt hvernig Demókratar höfðu hafnað sér löngu áður en úrslit kosninganna voru kunn og rakti þau mál sem Demókrataflokkurinn hefur farið fyrir til að hrekja sig úr embættinu. Þess vegna hljómar það vægast sagt falskt, þegar Biden lofar að verða forseti allra – líka Repúblikana.

Rætt var um að niðurstöður kosninganna lægju jafnvel ekki fyrir fyrr en mörgum mánuðum eftir kosningarnar vegna hugsanlegra deilna um talningu og gildi utankjörstaðaatkvæða með póstinum. Eins og útvarp Saga hefur áður bent á er þegar í gangi svindl þar sem atkvæði eru keypt í stórum stíl, m.a. kaupa ríkir Demókratar atkvæði fangelsaðra glæpamanna.

Umræðutónninn endurspeglar djúpstæðan ágreining um grundvöll lýðræðisins og afstöðu til valdsins

Donald Trump gaf Joe Biden fullan jafnréttisgrundvöll á við sjálfan sig sem forseta svo ekki verður Bandaríkjaforseti ásakaður um að taka ekki mark á keppinaut sínum. Joe Biden hins vegar gerði óspart grín að forsetanum og notaði klækjabrögð og beina ósvífni til að sniðganga að svara mikilvægum spurningum á kostnað málefnalegrar umræðu. Demókratar berjast um á hæl og hnakka til að endurheimta völdin og virðast hafa ákveðið sig fyrirfram að útkoma forsetakosninganna skipti engu máli, því Trump geti ekki og hafi aldrei verið forseti Bandaríkjanna alla vega ekki þeirra sem fylgja Demókrataflokknum. Minnir afstaða krata í bandarískum stjórnmálum á afstöðu krata í Evrópu, ekki síst í Svíþjóð, þar sem flokksmenn sjá engan mun á flokki sínum og ríkisvöldum viðkomandi lands, því kratar eru „ríkið.“

Næst mætast forsetaframbjóðendurnir 15. október og aftur 22. október. Varaforsetaefnin mætast 7. október. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku af kappræðunum í nótt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila