G7-ríkin banna innflutning á rússnesku gulli

Þjóðarleiðtogar G7-ríkjanna hittust á fundi í suður-Þýskalandi um helgina og gerðu óspart gys að Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Karlagrobbið átti sér lítil takmörk og töluðu leiðtogarnir viljandi fyrir nærstadda fjölmiðlamenn um, hvort þeir ættu að fara úr fötunum og sýna brjóstkassann, sem væri bæði stærri og flottari en Pútín er með. Enginn friður fannst á borði þessa fundar en rætt hvernig hægt væri að valda Rússlandi sem mestum skaða (mynd sksk svt).

Enginn friður sjáanlegur á fundi G7-ríkjanna

Boris og Biden segjast vera með stærri brjóstkassa en Pútín.

Sænska sjónvarpið SVT greinir frá því, að sjö ríkustu lönd í heimi, svo kölluð G7-ríkin (Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Kanada, Bretland og Bandaríkin + ESB), hafi ákveðið að víkka út refsiaðgerðir gegn Rússlndi með nýjum viðskiptaþvingunum, þar sem bannað er að flytja rússneskt gull til landanna.

Ákvörðunin var tekin á fundi G7-ríkjanna í suður Þýskalandi um helgina og meiningin er að auka enn frekar efnahagslegan þrýsting á Rússland vegna Úkraínustríðsins.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Trudeau forsætisráðherra Kanada grínuðust með hvort þeir ættu að fara úr fötunum a.m.k. að ofanverðu til að sýna, að þeir væru með flottari brjóstkassa en Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Stemningin við borðið var að reyna að klekkja eins mikið og hægt væri á Pútín og Rússlandi og gullbann boðað. Eflaust hafa vopnasendingar til Úkraínu verið uppi á borðinu en Boris Johnson fer núna mikla herferð til að fá ríkisstjórnir bæði ESB-ríkja og annarra til að auka sendingar þungra vopna til Úkraínu.

Rússland sagt gjaldþrota en fær ekki að borga af lánum sínum

Mikið er gert úr því, að Rússland borgaði ekki vexti af erlendum skuldum á gjalddaga í gær. Lánardrottnar krefjast greiðslu í euro eða dollar en Rússland býður greiðslu í rúblum eða kínversku yuan. Rússland á þannig nóg fyrir greiðslunni en vegna viðskiptaþvingana má ekki taka við greiðslum í þeirri mynt sem þeir bjóða. Tæknilega væri því hægt að segja, að Rússland væri gjaldþrota, sem einungis hefur gerst tvisvar sinnum áður í sögu landsins, 1917 og 1998.

Skuldir Rússlands miðað við verga þjóðarframleiðslu eru hins vegar með þeim lægstu sem þekkjas, 17%.

Rússar segja ástandið „skrípaleik“ og að þeir séu ekki gjaldþrota: „Allir skilja, að það er ekkert gjaldþrot“ segir Anton Siluanov fjármálaráðherra skv. breska BBC.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila