Gætu liðið ár áður en áhrif Covid á geðheilsu þjóðarinnar kemur í ljós

Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar

Það gætu liðið ár áður en ljóst verður hvaða áhrif Covid-19 hefur haft á geðheilsu landsmanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gríms Atlasonar framkvæmdastjóra Geðhjálpar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Hann segir að þeir sem séu í sérstaklega slæmri stöðu séu þeir sem fyrir voru að glíma við geðræna erfiðleika. Þá segir Grímur að aðgerðir yfirvalda hafi einnig áhrif á geðheilsuna og bendir á að margir sem haldi ákveðinni rútínu í lífi sínu hafi hana kannski ekki lengur vegna sóttvarnaaðgerða, til dæmis hafi sundlaugum verið lokað og íþróttaæfingar stöðvaðar, slíkt auki a erfiðleika þeirra sem glíma við gæðræna kvilla

en við erum kannski ekki að sjá heildarmyndina á þvi hvaða áhrif Covid hefur haft fyrr en eftir nokkur ár,“,segir Grímur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila