Símatíminn: Vísindalegar skoðanakannanir eru netkannanir eins og allar hinar hjá frjálsu fjölmiðlunum

Þær kannanir sem gjarnan er vitnað í sem vísindalegar kannanir eru netkannanir líkt og þær sem sagðar eru vera óvísindalegar. Þetta var meðal þess sem fram kom í símatímanum í gær en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson um skoðanakannanir og framkvæmd þeirra.

Arnþrúður benti á að þegar talað væri um slembiúrtak þegar slíkar kannanir eru framkvæmdar sé ekki þar með öll sagan sögð. 
Rétt væri að af þýðinu sé um slembiúrtak að ræða en það sem síðar sé gert er að fólk sé handvalið úr slembiúrtakinu og að búið sé að forkanna þá sem handvaldir eru til þátttöku og lenda í úrtaki,  því sé í raun ekki um vísndalegar kannanir að ræða

þetta veit ég því ég hef átt samskipti við Gallup með einum og öðrum hætti alveg síðan árið 2007, átt mörg góð samtöl við þá, þar sem þeir hafa lagt spilin á borðið, þetta er þeirra aðferð til þess að reyna ná utan um úrtak sem gæti verið marktækt með hagkvæmum hætti“sagði Arnþrúður.


Arnþrúður sagði að í fámennu samfélagi eins og Íslandi væri erfitt að fá marktækar niðurstöður í könnunum almennt en mun auðveldara væri að fá réttar niðurstöður í milljónasamfélögum “þeir hjá Gallup sögðu mér það að þeir yrðu að fara þessa leið“.


Þá benti Arnþrúður á að í þeim könnunum sem fram hafa farið að undanförnu og eru gjarnan sagðar vísindalegar séu aðeins 50% þeirra sem lenda í úrtakinu sem svari og sá helmingur sem ekki svari kjósi að svara ekki af mörgum mismunandi ástæðum ” sumir vilja ekki svara af persónuverndarástæðum, aðrir vilja einfaldlega ekki gefa upp hvað það kýs og svo eru það þeir sem treysta ekki þeim sem eru að gera viðkomandi könnun“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila