Gamma málið aðeins toppurinn á ísjakanum

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR

Það hefur viðgengist of lengi að lífeyrissjóðir fjárfesti í vafasömum fyrirtækjarekstri og Gamma málið er aðeins toppurinn á ísjakanum af þeim málum sem eiga eftir að koma upp. Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag.

Ragnar bendir á félagið Lindarvatn sem dæmi  um verkefni sem lífeyrissjóðir hafi fjárfest í og menn hafi hreinsað út hundruð milljóna

verkefnið virðist vera gríðarlega vanáætlað og það teiknað upp fyrir fagfjárfesta eins og lífeyrissjóði sem fjárfestu síðan í skuldabréfum og núna stendur verkefnið þannig að þegar Icelandair er að koma inn í verkefnið og kaupa helmingshlut í Lindarvatni fyrir tvo milljarða þá eru þarna aðilar sem tengjast verkefninu sem hafa tekið út úr því 700 milljónir í einhvers konar þóknanir„, segir Ragnar.

Hann segir tíma kominn á að brask með almannafé sé stöðvað

það verður að draga strik í sandinn, það er nóg komið og ef ekkert er gert heldur þetta svona áfram það sem við höfum séð núna í þessu Gamma máli er bara toppurinn á ísjakanum á því sem koma skal, ég fullyrði það„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila