Gaslekinn gæti verið álíka mikill og öll mengun Svíþjóðar í heilt ár

Gaslekinn í Nord Stream getur haft miklar afleiðingar fyrir loftslagið. Nýir útreikningar sænsku umhverfisverndarstofnunarinnar, sem sænska sjónvarpið segir frá, sýna að losunin er sambærileg og samanlögð loftslagslosun Svíþjóðar á einu ári.

„Þetta er alvarlegt. Það er mikið magn af metangasi sem kemur út“ segir Mats Björsell, umhverfishagfræðingur hjá sænsku umhverfisverndarstofnuninni.

Í gasleiðslunum voru um 778 milljónir rúmmetrar af metangasi, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Nord Stream til dönsku orkumálastofnunarinnar. Í Svíþjóð hefur sænska umhverfisstofnunin reiknað út áhrif lekans á loftslagið. Útreikningarnir sýna að lekinn samsvarar 40 milljónum tonna af koltvísýringi miðað við 20 ára tímabil. Það má bera saman við heildarlosun Svía í loftslagsmálum á síðasta ári upp á 48 milljónir tonna. Mats Björsell segir:

„Þegar ég reiknaði það út áttaði ég mig á því, að það er mikið magn af losun. Samtals verður losunin á pari við heildarlosun Svíþjóðar á ári.“

Raunverulegt gasmagn í rörunum fer eftir hvaða þrýstingur hefur verið notaður

Metan er öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur og brotnar hraðar niður í andrúmsloftinu. Á 100 ára tímabili veldur metan 28 sinnum meiri hlýnun en koltvísýringur en á 20 ára tímabili er metangasið 84 sinnum öflugra. Björsell segir:

„Það hefur orðið æ brýnna að draga hratt úr losun. Það er því málefnalegt í augum margra að gera útreikninga miðað við styttra tímabil eins og 20 ár.“

Christophe Duwig, prófessor í efnaverkfræði við KTH, hefur gert svipaða útreikninga á stærð losunarinnar og komist að um það bil sömu niðurstöðum og sænska umhverfisverndarstofnunin. Hann tekur lekann alvarlegan:

„Loftslagið er fyrir miklum áhrifum, það er mjög mikill leki og mikið magn af metani losnar. Það hefur veruleg áhrif.“

Bæði Duwig og Björsell leggja áherslu á að útreikningarnir séu óvissir, fyrst og fremst eftir misvísandi upplýsingar um hversu mikið gas var í leiðslum. Gögn Nord Stream kunna að vera ýkt. Til dæmis telja ýmsir núna, að gaslekinn hætti á sunnudag og rörin hafi þá tæmst. Mats Björsell segir:

„Það eru miklir óvissuþættir, við vitum ekki hvað rörin innihalda mikið, það fer eftir því hvaða þrýstingur hefur verið í rörunum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila