George Floyd sýndur sem Jesús Kristur í kaþólskum háskóla í Bandaríkjunum

Hart er sótt að Jesú Kristi um þessar mundir og stundum úr þeirri átt, sem síst skyldi. Kaþólski háskólinn í Bandaríkjunum hefur hengt upp myndir af Maríu mey með Jesús eftir krossfestinguna en það er ekki Jesús heldur George Floyd, sem er í fangi hennar. Hvert Jesús fór og hvort hann snúi aftur er óljóst. (Mynd/einkamynd TGP).

Ráðist gegn kristinni trú af hálfu þeirra sem síst skyldi

Hart er gengið á kristna trú í þeirri menningarbyltingu og hugmyndaróti sem gengur yfir Vesturlönd um þessar mundir. Fyrir utan endurskrifun sögunnar m.a. með fjarlægingu á styttum, leiðréttingu rótgróins máls og kynjadellu, þá er hefðbundin kristni einnig í skotlínu byltingarsinnanna. Til dæmis hefur kaþólski háskólinn í Bandaríkjunum málverk af George Floyd í Jesú stað fyrir utan háskólakapelluna á skrifstofu háskólasvæðisins.

Samkvæmt Daily Signal eru málverk af George Floyd sem Jesú Krist bæði á skrifstofu Kaþólska háskólans í Bandaríkjunum og einnig lagadeildinni.

Kaþólski háskólinn axlar ábyrgð á málverkinu og Karna Lozoya, varaforseti háskólasamskipta, segir í viðtali við The Daily Signal að málverk listamannsins Kelly Latimore „Mama“ sýni „Maríu mey sem styður líkama hins látna Krists“ – en listamaðurinn hafi ítrekað gefið til kynna, að málverk hans sýni bæði Floyd og Jesús. „Þú getur borið kennsl á Jesú með merkjunum í geislabaugnum“ segir Karna Lozoya.

„Verðum stimpluð rasistar ef við hringjum viðvörunarbjöllunni“

„Táknmyndin hefur ekkert að gera við kaþólska háskólann í Ameríku; þetta er guðlast og móðgun við kaþólska trú, en það kemur alls ekki á óvart, að listaverkið hafi verið sett þarna“ skrifar ungur nemandi við kaþólska háskólann í tölvupósti til The Daily Signal. „Þetta er bara enn eitt einkenni frjálsræðis og veraldarvæðingar háskólasvæðisins okkar. Það eru margir nemendur, kennarar og starfsmenn sem hafa áhyggjur af þessu, en það er ekkert sem við getum gert“ bætti nemandinn við og bað um, að nafn sitt yrði ekki birt af ótta við hefndaraðgerðir frá háskólastjórninni. „Ef við hringjum viðvörunarbjöllunni, þá verðum við stimpluð sem rasistar.“

„Þeir sem verja Guð eru að búa til átrúnaðargoð“

Listamaður verksins Latimore segist fá eina til tvær dauðahótanir á viku, flestar frá ortódoxum í Rússlandi eða Úkraínu. „Venjulegasta spurningin sem ég fæ, er hvort þetta sé George Floyd eða Jesús. Að verið sé að spyrja um það er hluti vandans. Mitt svar er já og það gerir marga æsta. Þetta fólk er að verja Guð og við getum verið örugg um það, að þegar verið er að verja Guð, þá er verið að búa til átrúnaðargoð.“

Upplýsingar við hlið myndarinnar um Maríu mey og hinum nýja Jesú.
Engillinn George Floyd.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila