George Soros upplýsir að „XI Jinping sé ekki kapítalisti” – gefur ráð til að „bjarga” verðbréfamörkuðum Bandaríkjanna

Kínverska ævintýri George Soros er á enda. Hann hefur nefnilega komist að því, að „Xi Jingping skilur ekki lögmál markaðarins.” Þetta hljóta að vera einhverjar merkilegustu fréttir Vestanhafs og víða, að aðalritari kínverska kommúnistaflokksins er ekki kapítalisti. Eru þeir eitthvað eftirgefnir strákarnir á Wall Street? (©Niccoló Caranti CC 3.0 (Soros) og Zhang Nan (Xi Jinping). Samsett mynd).

Að fullyrða að George Soros hafi misjafnt orðspor í Bandaríkjunum er að taka of djúpt í árinni. Demókratar elska milljarðamæringinn og fremsti stuðningsmaður hans, Hillary Clinton, hefur aðeins eitt markmið í lífinu: að hámarka fjölda innflytjenda í sérhverju „opnu samfélagi“ þar sem þjóðerni og menningu verður útrýmt. Í staðinn kemur „woke” menningin með eilífri kynþáttabaráttu hvítra/þeldökkra og baráttu kynjanna.

Aðeins dögum eftir að Soros skrifaði viðvörun í Financial Times. um að „Fjárfestar í Kína Xi standa frammi fyrir skelfilegri vakningu,“ lagðist hann gegn fjárfestingum fjármálafyrirtækisins Black Rocks í Kína í nýrri grein í Wall Street Journal sem bar yfirskriftina „Mistök Black Rocks í Kína.” Soros segir milljarða dollara fjárfestingu fyrirtækisins í Kína vera „mistök“ og peningar viðskiptavina fyrirtækisins munu glatast.

Segir „hörmuleg mistök að fjárfesta núna” í Kína því það muni styrkja stjórn Xi Jinping

„Að dæla milljörðum dollara í Kína núna eru hörmuleg mistök,“ skrifaði Soros. „Það er líklegt að skjólstæðingar BlackRocks muni tapa peningum sínum og það sem er mikilvægara, það mun skaða þjóðaröryggishagsmuni Bandaríkjanna og annarra lýðræðisríkja.”

Í síðasta mánuði varð BlackRock fyrsti erlendi verðbréfasalinn með starfsleyfi til að reka hlutafjárviðskipti að fullu í Kína. Soros bendir á að starfsemi Black Rock í Kína varð opinber aðeins vikum eftir að BlackRock mælti með því, að fjárfestar þrefölduðu úthlutun sína í kínverskum eignum en sú ráðstöfun mun flytja milljarði dollara inn í Kína. Soros segir BlackRock ranglega gera greinarmun á ríkisfyrirtækjum landsins og einkaeign sem „er fjarri raunveruleikanum, þar sem stjórnin í Peking lítur á öll kínversk fyrirtæki sem tæki hins eins flokka ríkis.”

„Þessi hugsanlegi misskilningur gæti útskýrt ákvörðun BlackRock, en það kann að vera önnur skýring…. Stjórnendur BlackRock hljóta að vera meðvitaðir um þá gífurlegu kreppu, sem er í gangi á fasteignamarkaði í Kína. Mögulega trúa þeir því, að fjárfestingarsjóðir sem streyma inn í Kína muni hjálpa Herra Xi að meðhöndla ástandið, en vandamál forsetans eru miklu dýpri. Fæðingartíðni Kína er mun lægri en opinber tölfræði gefur til kynna og tilraunir Xi til að auka hana hafa gert illt verra. Forsetinn setti nýlega af stað „Almennu Velferðar“ áætlun sína, sem er grundvallarbreyting á stefnu stjórnvalda. Leitast er við að draga úr ójöfnuði með því að dreifa auði auðmanna til almennings. Það lofar ekki góðu fyrir erlenda fjárfesta.”

Fjárfestar á Wall Street lofa „haldbærum fjárfestingum” en leggja allt slíkt til hliðar þegar kemur að Kína

Soros er einmana rödd í augnablikinu sem vill sniðganga Kína á Wall Street. Gróðamöguleikar fjölmennustu þjóðar heims eru enn nógu tælandi til að allri gleyma og svíkja ESG loforð sín, sem þeir svo fjálglega boða á hverjum einasta degi. ESG stendur fyrir „Environmental, Social and Governance” og er sameiginlega lýst sem haldbærum kröfum til fjárfestinga.

Soros kemst að þeirri niðurstöðu, að „BlackRock -frumkvæðið setur þjóðaröryggishagsmuni Bandaríkjanna og annarra lýðræðisríkja í hættu, vegna þess að peningarnir sem fjárfestir eru í Kína munu hjálpa til við að styðja við stjórn Xi forseta, sem er kúgari innanlands og árásargjarn erlendis.” Vill Soros að Bandaríkjaþing samþykkji lög „sem takmarka fjárstreymi til Kína.”

Gagnrýni Soros veitir innsýn í klofninginn á Wall Street meðal fyrirtækja eins og BlackRock, Blackstone, Bridgewater og Goldman. Niðurstaðan er einföld: Ef allir þeir, sem kvarta yfir félagslegum og efnahagslegum annmörkum Bandaríkjanna neita að gagnrýna Kína, þá má og á að hunsa skoðanir þeirra.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila