George W. Bush mismælir sig: „Innrásin í Írak var grimm og algjörlega óréttlætanleg“

Innrásin í Írak var „algjörlega óréttlætanleg og hrottaleg“. Það missti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, út úr sér í ræðu í Dallas á miðvikudaginn. En hann áttaði sig á mismælunum og breytti Írak snögglega í Úkraínu, sem hann var að tala um.

Innrásin í Írak var „algjörlega óréttlætanleg og hrottaleg“. Það missti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, út úr sér í ræðu í Dallas á miðvikudaginn. En hann áttaði sig á mismælunum og breytti Írak snögglega í Úkraínu, sem hann var að tala um.

Í mars 2003 réðst þáverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, inn í Írak fram hjá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um ólöglegt stríð var því að ræða, sem leiddi til dauða yfir milljón Íraka.

Mismæli George W. Bush í gær fara núna sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum ekki síst vegna þess, að sem forseti þá fyrirskipaði George W. Bush innrásina í Írak og ber því stærstu ábyrgðina sem slíkur.

Bush sagði:

„Ákvörðun manns um að hefja algjörlega óréttmæta og hrottalega innrás í Írak.“

En svo áttaði hann sig á því, hvað hann hafði sagt og sagði:

„Ég meina Úkraínu.“

„Ég er 75 ára ha, ha…“

Sjá og heyra má hluta ræðunnar með fótaskorti fv. Bandaríkjaforseta á tungunni hér að neðan

Deila