Gervigreindin ekki sérlega greind þegar á reynir – Skák talin rasísk og höfuð dýra gerð óskýr vegna persónuverndarsjónarmiða

Það er óhætt að segja að tæknin verði stundum fyrir sjálfri sér og þjóni ekki þeim tilgangi sem henni er ætlað, eða taki skilgreiningum af of mikilli alvöru þegar gervigreind er nýtt til þess að skilgreina og flokka efni. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi þar sem Pétur Gunnlaugsson ræddi við Gústaf Skúlason fréttamann í Stokkhólmi.

Í þættinum var til dæmis rætt um dæmi þar sem maður sem hélt úti skákrás á Youtube hafði verið útlokaður frá Youtube þar sem gervigreind ákvað að skilgreina skák sem rasíska vegna þeirrar staðreyndar að þar eru hvítir og svartir taflmenn að berjast hver gegn öðrum.

En þetta er ekki eina dæmið um mistök og ofríki gervigreindarinnar því dæmin eru fleiri og jafnvel enn spaugilegri, t,d hefur Google maps afmáð ásjónur dýra eins og nautgripa, katta og hunda. Þá eru dæmi um að myndir af kolaverkamönnum hafi verið tilkynntar sem rasískar og sagðar sýna staðalímynd þrælahalds.

Hér má sjá dæmi um hvernig gervigreindin hefur gengið of langt í greiningu sinni

Hér á Íslandi hafa menn heldur ekki sloppið undan klaufaskap gervigreindarinnar því fyrir ekki mörgum árum mátti sjá á vef 118 þar sem fuglar á flugi höfðu verið gerðir óskýrir, en skýringuna má sennilega rekja til þess að gervigreindin telur að það sem sé líklegt til þess að vera lífvera falli undir persónuverndarlög.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila