Getur ekki staðið við loforð sem hann gaf í fyrra um að stöðva nauðungarsölur í Covid

Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra treystir sér ekki til þess að standa við loforð um að stöðva nauðungarsölur sem til komnar séu vegna tekjumissis fólks í kjölfar Covid. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásmundar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Loforðið gaf Ásmundur Einar í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu þann 23.mars í fyrra en þar ræddi Arnþrúður við hann um stöðu heimilanna vegna Covid.

Í síðdegisútvarpinu í dag kvað hins vegar við annan tón þegar Arnþrúður spurði Ásmund um hvar efndir þess loforðs væru og hvort hann þyrði að lofa að standa við loforðið nú fyrir kosningar. Svar Ásmundar var eftirfarandi:

niðurstaðan varð sú að gera sem mest í gegnum atvinnuleysistryggingakerfið, þar voru settar inn aukagreiðslur, tekjutengdar bætur hækkaðar og svo framvegis, að bæta fólki upp tapið í gegnum það kerfi,” sagði Ásmundur. Hann segir að einnig hafi leiguíbúðir Bjargs verið endurfjármagnaðar með ríkisfé í þeim tilgangi að lækka leigu.

Ásmundur segir að betra sé að taka á málunum þegar og ef fólk fari í þúsunda tali að missa heimili sín.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila