Ghislaine Maxwell milli steins og sleggju

Ghislaine Maxwell

Ghislaine Maxwell fyrrum unnusta barnaníðingsins Jeffrey Epstein er talin geta verið í mögulegri hættu vegna þeirra upplýsinga sem hún býr yfir og hætta sé á að hún muni gefa upp í dómsmáli gegn henni sem hefjast á Manhattan í dag en henni er gefið að sök að hafa tekið þátt í brotum Epstein í brotum gagnvart stúlkum undir lögaldri sem framin voru á einkaeyju í eigu Epstein. Fjallað var um mál Maxwell í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en þar ræddi Pétur Gunnlaugsson við Gústaf Skúlason fréttamann í Stokkhólmi.

Taldar eru líkur á því að hún gæti reynt að fá dóm yfir sér mildaðan með því að ljóstra upp nöfnum þekktra einstaklinga sem sagðir eru hafa tekið þátt í brotum gagnvart börnum á eyjunni en vitað er að Epstein var í sambandi við mikinn fjölda heimsþekktra einstaklinga sem oftar en ekki dvöldu á heimili Epstein á eyjunni umtöluðu. Það sem þykir renna frekari stoðum undir þær frásagnir er meðal annars sé staðreynd að stúlka hafi stigið fram opinberlega og sakað Andrew prins um að hafa brotið gegn sér þegar hún var 17 ára gömul, en meðal annars hafa verið birtar myndir af þeim þar sem þau sjást saman á heimili Epstein. Málið var hið vandræðalegasta fyrir Prinsinn sem meðal annars var gert að hypja sig úr höll Elísabetar Drottningar þar sem hann hafði meðal annars vinnuaðstöðu og var leystur undan því að vinna verkefni í framtíðinni fyrir konungsfjölskylduna.

Vegna þeirra upplýsinga sem Maxwell býr yfir er talið að hún geti verið mögulega í hættu en eins og flestum er kunnugt lést Epstein í fangklefa sínum haustið 2019 og var opinber skýring á andlátinu sögð sjálfsvíg með hengningu.

Hins vegar eru ekki allir tilbúnir til þess að trúa þeim skýringum og benda á að áverkar á líki Epstein gefi annað til kynna, þeir séu þess eðlis að hann gæti ekki hafa veitt sér þá sjálfur og telja að honum hafi verið ráðinn bani í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að hann gæfi upp nöfn þeirra sem hafi tekið þátt í brotum með honum.

Talið er að fjöldi fórnarlamba Epstein séu 36 en Maxwell er meðal annars sögð hafa fundið fórnarlömb fyrir Epstein og í einhverjum tilvikum tekið beinan þátt í brotum Epstein gegn börnunum.

Deila