Glæpahópar í Svíþjóð óttast ekki lengur lögregluna

Glæpahópar í Svíþjóð eru hættir að óttast lögreglu og það að verða dregnir fyrir dóm og nýlegt atvik þar sem lögreglumaður var myrtur er glöggt dæmi um það. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að ástandið fari síversnandi og er ástandið fjölmörgum Svíum mikið áhyggjuefni. Þá vekur sérstakan óhug að börn eru æ oftar fórnarlömb glæpamanna. Margir muna eftir máli sem upp kom í fyrra, þar sem tólf ára stúlka varð fyrir skoti í skotárás sem var hluti af uppgjöri tveggja glæpahópa, stúlkan var þar ekki skotmark hópanna en málið er dæmi um hvernig saklausir borgarar geta lent í slíkum árásum án þess að þeir séu sjálfir skotmörk.

Nýlegt dæmi má nefna, sem valdið hefur miklum óhug í Austurríki en þar var 13 ára stúlku nauðgað og hún myrt af glæpamönnum sem komu frá Aganistan.


Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila