Glæpahópur setur á útigöngubann eftir kl. 18.00 í Tensta í N-Stokkhólmi – innanríkisráðherrann segir málið „grafalvarlegt“

Séð yfir Tensta úthverfið til austurs

Íbúar í Tensta í norðausturhluta Stokkhólmsborgar hafa verið settir í útgöngubann eftir klukkan sex á kvöldin. Útigöngubannið kemur ekki frá yfirvöldum heldur frá þungt vopnuðum glæpamönnum sem ráða öllu í Tensta. Um sex glæpahópar eru á svæðinu og nærliggjandi svæðum og ríkir stríð á milli a.m.k. tveggja þeirra. Á síðustu mánuðum hafa fjögur morð og átta morðtilræði átt sér stað á svæðinu.

Lögreglan uppgötvaði í lok ágúst að óvenju fáir voru á ferli í miðbæ Tensta. Um svipað leyti fékk lögreglan heimildir um að glæpamenn hefðu sett á útigöngubannið. Therese Rosengren, lögreglustjóri Rinkeby segir við TV4„fólk frá glæpahópunum voru á ferli og tilkynntu meðborgurum að þeir mættu ekki vera utan dyra eftir kl. 18 á kvöldin. Fréttin um útigöngubannið fór eins og eldur í sinu til allra íbúa á svæðinu.“

Therese Rosengren lögreglustjóri í Rinkeby segir fólk geta orðið fyrir alvarlegum líkamsárásum virði það ekki útigöngubannið

Hótað með ofbeldi ef útigöngubannið er ekki virt

Skv. íbúunum er þetta ekki í fyrsta skiptið sem glæpahóparnir hafa sett útigöngubann. Aðspurð um hvað gæti gerst ef fólk bryti bannið svaraði Rosengren: „Maður gæti orðið fyrir hrottalegri líkamsárás.“ Í sumar settu glæpahópar upp vegatálma á nokkrum stöðum í norður Gautaborg og stöðvuðu bíla og athuguðu þá sem í þeim voru. Miklar umræður voru þá um þann atburð sem sagður var sönnun lögleysu, þegar glæpahópar taka yfir stjórn samfélagsins.

Glæpamenn keppa við stjórnmálamenn um völdin í Svíþjóð

Mikael Damberg innanríkisráðherra Svíþjóðar segir í viðtali við TV4 að hann hafi „ekki áður heyrt minnst á útigöngubann. Ég er öruggur um að lögreglan tekur mjög alvarlega á þessu máli og gerir öllum ljóst að sænsk lög gilda í Svíþjóð jafnt fyrir alla. Engir glæpamenn mega setja bönn á aðra heiðarlega meðborgara.“

Þegar glæpamenn settu upp vegatálmana sagði Damberg að það væri „algjörlega óásættanlegt“. Núna segir hann „grafalvarlegt.“ En mörgum finnst hvorki hann né ríkisstjórnin gera mikið af gagni til að rjúfa hina neikvæðu ofbeldisþróun með sífellt meiri mannréttindaskerðingum í Svíþjóð.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila