Sex handteknir í aðgerðum lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi

Sex einstaklingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en sexemenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Húsleitir fóru jafnframt fram víða á höfuðborgarsvæðinu samhliða handtökunum en við húsleitir var meðal annars lagt hald á vopn, fíkniefni og fjármuni. Í tilkynningu frá lögreglu minnir lögregla á upplýsingasíma lögreglu þar sem almenningur getur komið á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um en síminn er 800-5005.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila