Glæpatíðnin í Svíþjóð mun meiri en fólk getur ímyndað sér – Lögregla varar við stríði milli ólíkra þjóðernishópa

Glæpatíðnin í Svíþjóð er mun meiri en fólk sem ekki býr þar getur nokkurn tíma ímyndað sér, en eins og greint hefur verið frá herja erlend glæpagengi bæði á íbúa í Svíþjóð og sænska velferðarkerfið.

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi var rætt við Gústaf Skúlason sem búsettur hefur verið í Stokkhólmi í áratugi þar sem hann lýsti ástandinu.

Fram kom í máli Gústafs að á aðeins síðustu 13 dögum hafi til dæmis verið gerðar 18 skotárásir, þá er mörgum í fersku minni þegar ungum drengjum var nauðgað í kirkjugarði af erlendum glæpamönnum, þá hefur oft slegið í brýnu á milli glæpagengja og er nú svo komið að lögreglan, sem er afar máttvana gagnvart ástandinu varar við áframhaldandi þróun

þeir eru hreinlega að vara við því að hér getur orðið stríð á milli hópa af ólíku þjóðerni og afleiðingarnar af því geta orðið mjög alvarlegar„,segir Gústaf.

Gústaf hefur bent á í áraraðir að ástandið hafi verið með þessum hætti en stjórnvöld hafi ekki viljað viðurkenna það og þaggað niður í gagnrýnisöddum, einnig hafi stóru miðlarnir ekki viljað greina frá

en núna eru stjórnvöld farin að viðurkenna vandann að einhverju marki og stóru fjölmiðlarnir byrjaðir að fjalla um þessi mál.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila