Rætt um skipulagða glæpastarfsemi og efnahagslegt öryggi á fundi Þjóðaröryggisráðs

Fjallað var um undirbúning stefnu Norðurlandaráðs um sameiginlegar áherslur á sviði samfélagslegs öryggis og stöðuna í öryggis- og varnarsamstarfi við önnur ríki, ekki síst á vettvangi Norðurlanda á áttunda fundi þjóðaröryggisráðs sem haldinn var a dögunum. Ýmis mál voru rædd á fundinum , meðal annars um helstu áskoranir hvað varðar skipulagða glæpastarfsemi og fjármála- og efnahagslegt öryggi í tengslum við framkvæmd smágreiðslumiðlunar, en eins og kunugt er töpuðu íslensk fyrirtæki um 12 milljörðum króna vegna netglæpa á síðasta ári. Meðal gesta á fundinum oru Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, og Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri fjármálainnviða hjá Seðlabanka Íslands.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila