Glóbalisminn er búinn að yfirtaka kerfið og ásælist innviðina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Salan á Mílu er mjög nátengd þeirri stefnu að vilja framselja yfirráðin yfir orkumálum þjóðarinnar úr landi, enda þjónar það vel hagsmunum glóbalista. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns og formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Hann bendir á að um sé að ræða hluta af innviðum landsins en það sé einmitt það sem glóbalistar sækjast eftir. Oftar en ekki sé reynt að sannfæra þjóðir um að það sé best fyrir þær að selja tiltekna innviði og svo eru gjarnan grænir stimplar notaðir til þess að fegra tilboðin enn frekar, eins og dæmin sanni til dæmis í orkumálunum

mönnum er talið trú um að það sé mjög gott að selja orku úr landi því það sé númtímalegt hún sé svo græn og svo jákvætt að aðrir sem þurfi á henni að halda fái að kaupa hana, þessi alþjóðafyrirtæki gera sér vel grein fyrir mikilvægi innviða og mikilvægi þess að komast yfir þá“ segir Sigmundur.

Sigmundur segir að þetta hafi meðal annars gerst í Grikklandi rétt áður en það land hafi lent í hremmingum, þar hafi meira segja vegirnir og flugvellirnir verið seldir.

Hann segir að svona sé farið að því að selja innviðina án þess að mikið beri á, þetta sé svokölluð spægipylsuaðferð þar sem ein sneið sé tekin í einu, í þeim tilgangi að það sé minni hætta á gagnrýni og að sagt sé að farið sé of geyst.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila