Góði dátinn Svejk á dagskrá á Útvarpi Sögu í samstarfi við Hlusta.is í dag kl.16:00

Aðalsteinn Júlíus Magnússon kennari og Jón B. Guðlaugsson þýðandi og flugþjónn

Í dag laugardaginn 14.nóvember mun Útvarp Saga í samstarfi við hljóðbókasafn Hlusta.is útvarpa fyrsta lestri hljóðbókarinnar um Góða dátann Svejk í lestri Björns Björnssonar. Margir þekkja söguna sem er eftir höfundinn Jaroslav Hašek og er sígilt bókmenntaverk. Þá mun Útvarp Saga einnig innan fárra vikna einnig útvarpi lestri á Egilssögu Skallagrímssonar í samstarfi við Hlusta.is.

Í síðdegisútvarpinu í gær ræddi Pétur Gunnlaugsson við þá Aðalstein Júlíus Magnússon kennara og Jón B. Guðlaugsson þýðanda og flugþjón um hljóðbækurnar og sögupersónur bókanna en þar greindu þeir meðal annars frá því hvernig Hlusta.is hefur sérhæft sig í hljóðritun á bókmenntum frá fyrri tíð, auk þess að taka viðtöl við fólk af eldri kynslóðinni og þannig standa vörð um menningararfinn.

Í þættinum voru einnig spiluð hljóðbrot úr báðum þeim hljóðbókum sem lesnar verða upp á Útvarpi Sögu en eins og fyrr segir verður fyrsti lestur á bókinni Góði dátinn Svejk á dagskrá í dag og hefst lesturinn kl.16:00, en hann verður endurfluttur aftur um kvöldið kl.20:00.


Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila