Google greiðir 29 milljónir dollara í nýjan ritskoðunarsjóð ESB sem einnig nær til Íslands

Mottó Google „Ekki vera djöfullegur” var lagt niður 2015 af nýjum eigendum fyrirtækisins. Má segja að framhaldið með samningum við Kína og ákvörðunum um að ritskoða netið sé meira í stíl við „vertu djöfullegur.”

Stofnaður hefur verið nýr ESB-sjóður „fjölmiðla og upplýsingarsjóðurinn” til að fjármagna baráttuna gegn „falsfréttum” þar sem netrisarnir eru of slappir við ritskoðun að mati ESB. Sjóðurinn er opinn fyrir fjárframlögum frá öðrum aðilum eins og t.d. Google. Fé úr sjóðnum verður ráðstafað til ritskoðunar í öllum löndum ESB, EFTA og í Bretlandi. Sem aðili að EFTA mun baráttan gegn „falsfréttum” því einnig ná til Íslands. Forráðamenn sjóðsins sem kynntur var fyrir páska af Claouste Gulbenkian stofnuninni og Háskólastofnun Evrópu, segja nauðsynlegt að berjast gegn „falsfréttum” á netinu, því ritskoðanir netrisanna og lokun fyrir hópa með aðrar skoðanir séu of takmarkaðar. Ætlunin er að fá vísindamenn, staðreyndaeftirlitsmenn og samtök í sjálfboðavinnu til að víkka út völl ritskoðunar á gjörvöllu Internet. Sagt er, að sjóðurinn eigi að starfa í fimm ár, en ekkert getið til um áframhaldið.

Ein af stærstu áskorunum að berjast gegn falsfréttum sem eru stærsta „lýðræðisógn nútímans”

Vera Jouová aðstoðarforseti fyrir gildum og gegnsæi ESB fagnar tilkomu sjóðsins. „Ég fagna stofnun þessa hugmyndaríka sjóðs sem sameinar ýmsa hagsmunaaðila til að stuðnings fjölmiðlum í staðreyndarathugun gegn fölskum upplýsingum. Ég er í engum vafa um, að við þurfum nálgun allra, þar á meðal samstarf einkaaðila og opinberra aðila til að takast á við ógn falskra upplýsinga.“

Prófessor Renaud Dehousse, forseti Háskólastofnunar Evrópu, sagði: „Falskar upplýsingar á netinu er ein af stóru samfélagslegu áskorunum samtímans. Evrópska háskólastofnunin er stolt af því að tengjast evrópska fjölmiðla- og upplýsingasjóðnum, sem verður mikilvægt tæki til að skilja betur og takast á við vandann.“

Isabel Mota, forseti Calouste Gulbenkian-stofnunarinnar, segist hafa „mikla ánægju og væntingar varðandi árangurinn af þessu verkefni… að stofna þennan Evrópusjóð til að stuðla að stafrænu læsi og koma í veg fyrir nýjar gerðir félagslegrar útilokunar og aðstoða við að berjast gegn röngum upplýsingum og falsfréttum sem eru nýjustu ógnir við grundvallargildi lýðræðis og mannréttinda. “

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila