Google lokar fyrir sendingar sænsku sjónvarpsrásarinnar Exakt24 á Youtube

Exakt24 var stærsta óháða sjónvarpsrásin í Svíþjóð sem notaði Youtube til útsendingar og dreifingu myndbanda. Á heimasíðu Exakt24 segir að fyrirtækið leiti annarra leiða eftir árás Google.

Google og Yotube ásamt Facebook og Twitter eru í ritskoðunarherferð gegn íhaldsmiðlum á netinu um allan heim. Sænska sjónvarpsrásin Exakt24 var einn af stærstu óháðu sjónvarpsmiðlunum á Youtube með hundruðum þúsundum áhorfenda á myndböndum sínum og yfir 35 þúsund áskrifendur. Exakt 24 hóf sendingar árið 2019. Nýlega lokaði Youtube annarri vinsælli sænskri sjónvarpsrás SwebTV. Exakt24 hefur m.a. fengið ríkisstyrk ásamt mörgum fyrirtækjum sem eru svo kaðir valkostafjölmiðlar við hlið stóru og hefðbundnu fjölmiðlunum. Goggle sendi enga aðvöru og lokaði fyrirvaralaust á Youtube sendingar Exakt 24 og vísaði til „reglna fyrirtækisins og að miðillinn hefði gerst sekur um síendurtekin brot að undanförnu.” Youtube hefur ekki gert neinar athugasemdir við myndbönd Exakt24 á síðustu 6 mánuðum, þannig að fullyrðingin um „síendurtekin brot” er út í loftið.

Þingmenn gagnrýna netrisana og krefjast að sett verði lög sem nái til þeirra

Sjónvarpsrás Svíþjóðardemókrata Riks (sjá myndband að neðan) segir, að margir stjórnmálamenn hafi gagnrýnt lokun Google á Exakt24 harðlega m.a. skrifaði Tóbías Andersson þingmaður Svíþjóðardemókrata á félagsmiðlum að „lokanir netrisanna á óæskilegum fréttaveitum er alvarleg ógn við málfrelsið.” Martin Kinnunen annar þingmaður Svíþjóðardemókrata eftirlýsir löggjöf yfir netrisanna svo réttarfar fái notið sín.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila