Katrín Jakobsdóttir verður ekki látin komast upp með að seilast í lífeyrissjóðina

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari

Katrín Jakobsdóttir verður ekki látin komast upp með það að seilast í lífeyrissjóðina til þess að fjármagna baráttu gegn loftslagsvá. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn segir að muni það verða raunin að lífeyrissjóðir verði látnir fjármagna aðgerðir í loftslagsmálum muni það vekja reiði almennings

það yrði allt vitlaust hérna, það er enginn að safna upp ævisparnaði til að hann sé tekinn og notaður í svona“.

Guðbjörn efast þó um að áætlun Katrínar muni ná mjög langt

ég hef enga trú á því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fari að samþykkja svona vitleysu” segir Guðbjörn.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila